Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 11:11 Kári Stefánsson vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis. vísir/gva/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Þetta gerir hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Ástæðuna fyrir þessu segir Kári vera að Bjarni eigi afar erfitt með að halda orð sín. Nefnir hann þar meðal annars til sögunnar undirskriftarsöfnun sína um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þar segir hann að í upphafi hafi Bjarni talað gegn henni, síðar orðið blíðari á manninn og að hann hafi á endanum sagt í viðtölum að heilbrigðiskerfið myndi fá stærri sneið af ríkiskökunni. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskrefið. „Þegar Bjarni var gagnrýndur fyrir þetta svaraði hann því til að menn ættu ekki að hafa áhyggjur af áætluninni, það mætti alltaf breyta henni eftir kosningar,“ ritar Kári. „Þetta svar má túlka á að minnsta kosti tvo máta, annars vegar að Bjarni líti svo á að þann stuðning við velferðarkerfið sem hann treysti sér ekki til að leggja til undir þrýstingi fyrir kosningar muni hann leggja til eftir kosningar, þegar þrýstingurinn sé ekki lengur til staðar. Mér finnst ekki líklegt að hann trúi þessu sjálfur,“ segir í greininni. Hinn valmöguleikann telur forstjórinn hins vegar líklegri, þann að Bjarni viti að loknum kosningum muni hann ekki stýra landinu. Niðurlag greinarinnar er síðan orðrétt á þessa leið; „Silfur er þungur málmur og þungir málmar eru hættulegir heilanum og heilinn er það líffæri þar sem eðli manna verður til. Þegar menn tilheyra fjölskyldu þar sem börn hafa fæðst með silfurskeið í munni í tvær skynslóðir er hætta á því að þeim sé eðlilegara að vera kóngulóin sem situr í miðjum vefnum sem tengir saman viðskipti og stjórnmál en að hlúa að almúganum í landinu. Eðlið er nefnilega oftast viljanum yfirsterkara. Þess vegna hljótum við að koma Bjarna út af þingi við kosningarnar í haust og með því bjarga honum frá þeim sársauka sem hlýst af árekstri vilja og eðlis en fyrst og fremst kæmum við þannig í veg fyrir að stjórn landsins lenti aftur í höndunum á mönnum sem er ekkert að marka.“ Greinina í heild sinni má lesa hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Þetta gerir hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Ástæðuna fyrir þessu segir Kári vera að Bjarni eigi afar erfitt með að halda orð sín. Nefnir hann þar meðal annars til sögunnar undirskriftarsöfnun sína um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þar segir hann að í upphafi hafi Bjarni talað gegn henni, síðar orðið blíðari á manninn og að hann hafi á endanum sagt í viðtölum að heilbrigðiskerfið myndi fá stærri sneið af ríkiskökunni. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskrefið. „Þegar Bjarni var gagnrýndur fyrir þetta svaraði hann því til að menn ættu ekki að hafa áhyggjur af áætluninni, það mætti alltaf breyta henni eftir kosningar,“ ritar Kári. „Þetta svar má túlka á að minnsta kosti tvo máta, annars vegar að Bjarni líti svo á að þann stuðning við velferðarkerfið sem hann treysti sér ekki til að leggja til undir þrýstingi fyrir kosningar muni hann leggja til eftir kosningar, þegar þrýstingurinn sé ekki lengur til staðar. Mér finnst ekki líklegt að hann trúi þessu sjálfur,“ segir í greininni. Hinn valmöguleikann telur forstjórinn hins vegar líklegri, þann að Bjarni viti að loknum kosningum muni hann ekki stýra landinu. Niðurlag greinarinnar er síðan orðrétt á þessa leið; „Silfur er þungur málmur og þungir málmar eru hættulegir heilanum og heilinn er það líffæri þar sem eðli manna verður til. Þegar menn tilheyra fjölskyldu þar sem börn hafa fæðst með silfurskeið í munni í tvær skynslóðir er hætta á því að þeim sé eðlilegara að vera kóngulóin sem situr í miðjum vefnum sem tengir saman viðskipti og stjórnmál en að hlúa að almúganum í landinu. Eðlið er nefnilega oftast viljanum yfirsterkara. Þess vegna hljótum við að koma Bjarna út af þingi við kosningarnar í haust og með því bjarga honum frá þeim sársauka sem hlýst af árekstri vilja og eðlis en fyrst og fremst kæmum við þannig í veg fyrir að stjórn landsins lenti aftur í höndunum á mönnum sem er ekkert að marka.“ Greinina í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46