Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 09:30 Aude sér um skipulag sundbíósins í ár en í þetta skiptið ákvað hún að leita langt aftur í tímann í leit að hinni réttu kvikmynd til að sýna. Frankenstein er frá árinu 1931. Vísir/Stefán Þann 1. október næstkomandi fer fram árlegt sundbíó á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þetta árið verða samtals sex sýningar en þeim er skipt upp í barna- og fullorðins sýningar. Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í ár. Myndirnar sem verða sýndar eru Greppibarnið fyrir börnin og svo Frankenstein sem sýnd verður um kvöldið fyrir fullorðna. Miðasala hefst í dag en æskilegt er að áhugasamir næli sér strax í miða enda seldist upp á örskömmum tíma á seinasta ári. Sundlaugin í Sundhöllinni rúmar aðeins 50 manns á hverri sýningu. Aude Busson sér um skipulagningu viðburðarins en hann verður með öðru sniði en síðustu ár. „Núna verðum við með allt í Sundhöllinni og einnig með fjórar sýningar fyrir börn og fjölskyldur. Í ár ætlum við að sýna teiknimyndina Greppibarnið. Þá mun barnalaugin breytast í snjóþungan skóg í nokkrar klukkustundir á meðan fylgst er með ævintýrum greppibarnsins sem stelst út í stóra dimma skóginn. Svo munu óma skógarhljóð um Sundhöllina og hver veit nema stóra vonda músin gæti birst á veggjunum. Þetta er falleg saga um hugrekki og það er gaman að búa til þetta andrúmsloft til þess að örva ímyndunarafl barnanna.“ Tvær sýningar verða fyrir fullorðna en þá verður Frankenstein sýnd. „Við reynum alltaf að hafa klassískar myndir í sundbíóinu. Í ár leituðum við í aðeins eldri mynd, en Frankenstein er frá árinu 1931. Hún er í svarthvítu en er samt með tali. Það má segja að sú mynd hafi verið upphafið að hryllingsmyndum og okkur langaði að sýna það. Það verða leikarar og alls konar leikmunir á bakkanum til þess að koma gestum inn í andrúmsloft myndarinnar.“ Miðasala hefst í dag á riff.is en miðarnir á Frankenstein kosta 2.000 krónur. Á barnasýninguna kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn og það er frítt inn fyrir tveggja ára og yngri. Sýningartímar á Greppibarninu eru klukkan 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00. Frankenstein verður sýnd klukkan 20.00 og 22.00. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þann 1. október næstkomandi fer fram árlegt sundbíó á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þetta árið verða samtals sex sýningar en þeim er skipt upp í barna- og fullorðins sýningar. Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í ár. Myndirnar sem verða sýndar eru Greppibarnið fyrir börnin og svo Frankenstein sem sýnd verður um kvöldið fyrir fullorðna. Miðasala hefst í dag en æskilegt er að áhugasamir næli sér strax í miða enda seldist upp á örskömmum tíma á seinasta ári. Sundlaugin í Sundhöllinni rúmar aðeins 50 manns á hverri sýningu. Aude Busson sér um skipulagningu viðburðarins en hann verður með öðru sniði en síðustu ár. „Núna verðum við með allt í Sundhöllinni og einnig með fjórar sýningar fyrir börn og fjölskyldur. Í ár ætlum við að sýna teiknimyndina Greppibarnið. Þá mun barnalaugin breytast í snjóþungan skóg í nokkrar klukkustundir á meðan fylgst er með ævintýrum greppibarnsins sem stelst út í stóra dimma skóginn. Svo munu óma skógarhljóð um Sundhöllina og hver veit nema stóra vonda músin gæti birst á veggjunum. Þetta er falleg saga um hugrekki og það er gaman að búa til þetta andrúmsloft til þess að örva ímyndunarafl barnanna.“ Tvær sýningar verða fyrir fullorðna en þá verður Frankenstein sýnd. „Við reynum alltaf að hafa klassískar myndir í sundbíóinu. Í ár leituðum við í aðeins eldri mynd, en Frankenstein er frá árinu 1931. Hún er í svarthvítu en er samt með tali. Það má segja að sú mynd hafi verið upphafið að hryllingsmyndum og okkur langaði að sýna það. Það verða leikarar og alls konar leikmunir á bakkanum til þess að koma gestum inn í andrúmsloft myndarinnar.“ Miðasala hefst í dag á riff.is en miðarnir á Frankenstein kosta 2.000 krónur. Á barnasýninguna kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn og það er frítt inn fyrir tveggja ára og yngri. Sýningartímar á Greppibarninu eru klukkan 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00. Frankenstein verður sýnd klukkan 20.00 og 22.00. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira