Ríkisstjórnin nýtur mest stuðnings karla og eldra fólks Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:45 Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira