Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 17:30 Eins og fram hefur komið í dag eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður og Þorsteinn mættu í viðtal hjá fréttastofu um ákvörðunina, sem sjá má hér að ofan. Þau segja bæði að ákvörðunin sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og segja þess í stað hafa litið til þess sem Viðreisn bjóði upp á og hverju sé hægt að stuðla að innan flokksins. „Ég lít ekki á þetta sem klofning frá Sjálfstæðisflokknum heldur einfaldlega er verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum,“ sagði Þorgerður. Þau sögðust hafa tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðunina í dag. Aðspurður hvort að þau væri að senda Sjálfstæðisflokknum ákveðin skilaboð segir Þorsteinn það vera „út af fyrir sig rétt“. „Smám saman hefur verið að opnast um miðju stjórnmálanna ákveðið tómarúm. Við teljum mikilvægt að það verði fyllt og okkur sýnist að það sé að gerast með þessu,“ sagði Þorsteinn. „Þú getur ekki fengið, allavega mig og ég veit ekki Þorstein, til þess að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ sagði Þorgerður. „Við einfaldlega erum að segja að Viðreisn sé ákveðið afl sem ætlar að halda áfram og ýta undir þessi frjálslyndu gildi sem við viljum styðja. Þetta snýst ekki um Sjáflstæðisflokkinn. Þetta snýst um Viðreisn.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36 Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Eins og fram hefur komið í dag eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður og Þorsteinn mættu í viðtal hjá fréttastofu um ákvörðunina, sem sjá má hér að ofan. Þau segja bæði að ákvörðunin sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og segja þess í stað hafa litið til þess sem Viðreisn bjóði upp á og hverju sé hægt að stuðla að innan flokksins. „Ég lít ekki á þetta sem klofning frá Sjálfstæðisflokknum heldur einfaldlega er verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum,“ sagði Þorgerður. Þau sögðust hafa tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðunina í dag. Aðspurður hvort að þau væri að senda Sjálfstæðisflokknum ákveðin skilaboð segir Þorsteinn það vera „út af fyrir sig rétt“. „Smám saman hefur verið að opnast um miðju stjórnmálanna ákveðið tómarúm. Við teljum mikilvægt að það verði fyllt og okkur sýnist að það sé að gerast með þessu,“ sagði Þorsteinn. „Þú getur ekki fengið, allavega mig og ég veit ekki Þorstein, til þess að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ sagði Þorgerður. „Við einfaldlega erum að segja að Viðreisn sé ákveðið afl sem ætlar að halda áfram og ýta undir þessi frjálslyndu gildi sem við viljum styðja. Þetta snýst ekki um Sjáflstæðisflokkinn. Þetta snýst um Viðreisn.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36 Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43