Við viljum ekki verðhjöðnun og „gjaldmiðlafrið“ Lars Christensen skrifar 7. september 2016 09:30 Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar