Bætt lýðheilsa – þjóðhagslega hagkvæmt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2016 07:00 Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera á að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Fáir deila um mikilvægi þess að íslenska ríkið greiði niður skuldir, það sparar vaxtagreiðslur til framtíðar. Svipað er hægt að segja um fjármuni sem varið er til aukinnar heilsueflingar til að bæta lýðheilsu. Slíkt sparar í útgjöldum til heilbrigðismála til lengri tíma. Það þarf að halda áfram á þeirri braut sem núverandi ríkisstjórn hefur markað með auknu framlagi til heilbrigðismála og lýðheilsu, en það þarf að gera enn betur. Á sama tíma þarf að auka skilvirkni í kerfinu og sjá til þess að hverri krónu sé varið með sem allra skynsamlegustum hætti. Horfa þarf á heildarmyndina og varast sparnaðar aðgerðir á einum stað sem auka kostnað annars staðar.Lífstílssjúkdómar ein af stærstu ógnum samtímans Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 2 milljónir manna látist á ári hverju vegna skorts á hreyfingu. Hreyfingarleysi er einn af aðal áhættuþáttum slæmrar heilsu. Skipulagsmál skipta miklu máli þegar kemur að lýðheilsu og hreyfingu. Gott aðgengi að grænum svæðum hvetur til útivistar og góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir hvetja til hreyfingar. Góðar almenningssamgöngur hvetja til notkunar þeirra og auka um leið hreyfingu. Hundaeign hvetur eigendur jafnframt til hreyfingar og útivistar og því ættu yfirvöld frekar að fagna slíku framtaki íbúa en að letja. Í löndum þar sem hærra hlutfall íbúa gengur, hjólar eða nýtir sér almenningssamgöngur er heilsufar almennt betra en í öðrum löndum, þar með talin lægri tíðni offitu.Heilsueflandi samfélög Ég er stoltur bæjarfulltrúi í heilsubænum Mosfellsbæ. Sveitarfélagið var það fyrsta til að ganga til samstarfs við Embætti landlæknis um að vera Heilsueflandi samfélag. Markmið þess er í stuttu máli að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi, þ.e. að gera holla valið auðvelt. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólinn í bænum keppast við að vera heilsueflandi skólar með markvissri fræðslu til starfsfólks og nemanda og áherslu á heilsusamlegan mat, markvissa hreyfingu, geðrækt og vináttu. Góðir göngustígar, hjólreiðastígar og stikaðar gönguleiðir hvetja íbúa til að hreyfa sig. Almenn fræðsla og áhersla á heilbrigðan lífstíl, skiptir miklu máli. Allt þetta hefur áhrif. Þó hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun þá er það á ábyrgð hins opinbera að skapa umhverfi og aðstæður sem hvetja til jákvæðrar og heilsusamlegrar hegðunar. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar