Mótmæli gegn nautaati á Spáni Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2016 13:04 Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. Um er að ræða alvarlegt dýraníð þar sem naut og kálfar eru pyntuð og stungin til bana fyrir framan áhorfendur. Hestar sem notaðir eru af aðstoðarmönnum hins svokallaða nautabana sem veitir nautinu banastunguna eru einnig lagðir í hættu, en nautin gætu rekið þá í gegn. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og er nautaat leyft með lagasetningu vegna þjóðarhefðar, þrátt fyrir að sambandið leggi mikla áherslu á dýravelferð. Nautaat er einnig stundað í Portúgal, Suður-Frakklandi, Mexíkó, Ekvadór, Kólumbíu og Perú. Á Spáni er nautaat er haldið í tengslum við hátíðarhöld sem haldin eru árlega á tímabilinu mars til október. Það eru einnig athafnir í tengslum við nautatið eins og svokallað nautahlaup þar sem naut eru látin hlaupa eftir afmörkuðum leiðum á eftir fólki sem tekur þátt í hlaupinu. Það kemur oft fyrir að nautum sé misþyrmt í þessum hlaupum og einnig að þau örmagnist og deyi. Einnig eru til sambærileg hlaup fyrir börn en þá eru notaðir kálfar. Naut sem sett er í nautaat er bundið á ákveðinn bás í nokkra daga þar sem bundið fyrir augu þess til að það verði ringlað þegar að bardaganum kemur. Pappír er troðið í eyru nautsins og bómull troðið upp í nasirnar til að erfiða öndun, vasilíni smurt í augu þess til að bjaga sjón, nál stungið í kynfæri þess og ertandi efni borið á fæturna til að koma í veg fyrir að nautið muni leggjast niður í hringnum. Nautið er síðan látið hlaupa úr þessum bás út á hringvöllinn þar sem nautabaninn og æstir áhorfendur bíða. Þar er dýrið stungið með nokkrum misstórum spjótum í bakið af aðstoðarmönnum nautabanans til að veikja það og í lokin er það stungið með sverði milli herðablaðanna sem er banastunga. Nautið deyr oft ekki samstundis, þessi dýr hljóta hægan og kvalafullan dauðdaga. Naut eru litblind og ástæða þess að nautaveifan sem nautabaninn heldur á er rauð er til þess að blóðblettirnir sjáist ekki á henni. Andstaða spænsku þjóðarinnar gegn nautaati hefur aukist undanfarin ár, en þrátt fyrir það halda stjórnmálamenn í landinu áfram að styðja þessa grimmu meðferð á dýrum. PACMA, sem eru stjórnmálasamtök á Spáni, hafa lengi barist gegn nautaati og tengdum athöfnum. Þau hafa þegar unnið gott starf í þágu þessara dýra. Þann 10. september mun PACMA halda stærstu mótmæli gegn nautaati sem haldin hafa verið á Spáni og er markmið þeirra að nautaat verði aflagt. Íslendingar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og styðja þennan málstað og því er boðað til friðsamlegra mótmæla fyrir framan ræðisskrifstofu Spánar á Suðurgötu 22, 101 Reykjavík þann 10. september klukkan 14:00. Vil hvetja sem flesta til að mæta og taka þátt í að enda þessa grimmu meðferð á dýrum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun