Gullmulningsvélar heilbrigðisstjórnvalda Möltu Gunnar Ármannsson skrifar 1. september 2016 07:00 Í Fréttablaðinu þann 19. ágúst 2016 sýnir Ögmundur Jónasson okkur inn í hugarheim sinn. Þar er oft áhugavert um að litast því Ögmundur hefur skoðanir á mörgum hlutum og getur lagt rökræðunni lið um aðskiljanlegustu málefni. Í þessari grein, „Hættulegur heilsukokteill“, tekur hann til umfjöllunar sambúð einkareksturs og opinbers reksturs við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þeirri umræðu fagna ég og finnst sjálfsagt að þessi sambúð sé rædd hér á landi eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Mér finnst það samt ljóður á nálgun Ögmundar að hann geti ekki tekið þátt í rökræðunni án þess að tala niður til þeirra sem eru annarrar skoðunar en hann og kalla þá uppnefnum eða gera þeim upp annarlegar hvatir eða beinlínis væna þá um einhvers konar hugsýki. En vilji hann færa tungutak athugasemdakerfanna inn á síður dagblaðanna er það að sjálfsögðu hans val. Þessi umræða um sambúð einkareksturs og opinbers reksturs hefur átt sér stað í mörg ár. Bandaríkin og þjóðir Evrópu hafa farið mismunandi leiðir en þó virðist tilhneigingin vera sú að fleiri og fleiri ríki kjósa að blanda þessum leiðum saman í þeim tilgangi að reyna að sníða helstu agnúa af hvorri leið fyrir sig. T.d. benti Dr. Birgit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, á þetta í fyrirlestri sínum á ráðstefnu á vegum HR fyrir fáum árum. Hollenska leiðin Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum fóru hollensk stjórnvöld í mikla stefnumótun þar sem sú ákvörðun var tekin af pólitíkusum að setja nýjan og mjög skýran lagaramma utan um málaflokkinn. Niðurstaðan þar í landi varð sú að fela tryggingarfélögunum sambærilegt hlutverk og Sjúkratryggingum Íslands er falið hér á landi og er gert ráð fyrir að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar bjóði fram þá þjónustu sem til þarf. Það er síðan hlutverk tryggingarfélaganna að kaupa þá þjónustu sem best tryggir hagsmuni notendanna. Þetta kerfi hefur skilað Hollendingum 1. sæti í árlegri könnun Euro Health Index um gæði heilbrigðisþjónustu í Evrópu mörg undanfarin ár. Árið 2009 sat Ísland í 3. sæti þessa lista en er nú komið í 8. sæti listans. Möltuleiðin Maltverjar hafa, eins og margar aðrar Evrópuþjóðir, verið að glíma við aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu, auknar kröfur um þjónustu, hækkandi aldur þjóðarinnar, langa biðlista, skort á sjúkrarúmum og síðast en ekki síst baráttu við mönnunarvandann í heilbrigðisstéttum. Pólitískir stefnumótendur heilbrigðismála á Möltu tóku nýverið þá ákvörðun að bjóða einkaaðilum til samstarfs um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Möltu og er gert ráð fyrir umtalsverðri fjárfestingu þeirra í innviðum kerfisins. Þeir ákváðu að reyna að finna nýjar leiðir og nýta sér m.a. í því samhengi sífellda aukningu í heilsutúrisma. Þar horfa þeir m.a. til hjarta- og bæklunarvandamála. Tilgangur þeirra með þessari nálgun er að reyna að bregðast við framangreindum úrlausnarefnum og bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir eyjarskeggja og ekki síst til að geta haldið þjónustunni áfram gjaldfrjálsri fyrir íbúa Möltu. Maltverjar nálgast verkefnið með þeim hætti að þeir ætla að byggja nýtt 250 herbergja bráðasjúkrahús auk þess sem þeir ætla að endurnýja eldri spítala sem var aðalspítali Möltu til ársins 2007. Þar ætla þeir að vera með 220 sjúkrarúm þar sem áherslan verður á sérhæfða þjónustu fyrir hjarta-, bæklunar- og þvagfæravandamál. Þar til viðbótar gera þeir ráð fyrir 150 sjúkrarúmum fyrir endurhæfingarsjúklinga. Þá ætla þeir að breyta einum af núverandi spítölum í 320 herbergja spítala sérstaklega fyrir aldraða. Að auki stendur til að byggja nýjan læknaskóla sem á að geta tekið við allt að 300 nemum og er það til viðbótar við fyrirhugaðan skóla fyrir hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt upplýsingum fjárfestanna gera þeir ráð fyrir að fjárfesting þeirra muni skapa yfir 1.000 störf á eyjunni. Niðurlag Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig verkefnið gengur hjá Möltubúum á næstu árum og sjálfsagt munu einhverjir geta dregið lærdóm af því hvernig til mun takast. En að minnsta kost má fullyrða að ólíkt hafast þeir að, pólitísku stefnumótendurnir á Möltu og á Íslandi. Ef Ögmundur Jónasson telur mig og mína líka, áhugamenn um samlíf opinbers reksturs og einkareksturs í heilbrigðisþjónustu, líkt þenkjandi og pólitískir stefnumótendur heilbrigðismála á Möltu þá kann ég þeim samanburði vel. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 19. ágúst 2016 sýnir Ögmundur Jónasson okkur inn í hugarheim sinn. Þar er oft áhugavert um að litast því Ögmundur hefur skoðanir á mörgum hlutum og getur lagt rökræðunni lið um aðskiljanlegustu málefni. Í þessari grein, „Hættulegur heilsukokteill“, tekur hann til umfjöllunar sambúð einkareksturs og opinbers reksturs við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þeirri umræðu fagna ég og finnst sjálfsagt að þessi sambúð sé rædd hér á landi eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Mér finnst það samt ljóður á nálgun Ögmundar að hann geti ekki tekið þátt í rökræðunni án þess að tala niður til þeirra sem eru annarrar skoðunar en hann og kalla þá uppnefnum eða gera þeim upp annarlegar hvatir eða beinlínis væna þá um einhvers konar hugsýki. En vilji hann færa tungutak athugasemdakerfanna inn á síður dagblaðanna er það að sjálfsögðu hans val. Þessi umræða um sambúð einkareksturs og opinbers reksturs hefur átt sér stað í mörg ár. Bandaríkin og þjóðir Evrópu hafa farið mismunandi leiðir en þó virðist tilhneigingin vera sú að fleiri og fleiri ríki kjósa að blanda þessum leiðum saman í þeim tilgangi að reyna að sníða helstu agnúa af hvorri leið fyrir sig. T.d. benti Dr. Birgit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, á þetta í fyrirlestri sínum á ráðstefnu á vegum HR fyrir fáum árum. Hollenska leiðin Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum fóru hollensk stjórnvöld í mikla stefnumótun þar sem sú ákvörðun var tekin af pólitíkusum að setja nýjan og mjög skýran lagaramma utan um málaflokkinn. Niðurstaðan þar í landi varð sú að fela tryggingarfélögunum sambærilegt hlutverk og Sjúkratryggingum Íslands er falið hér á landi og er gert ráð fyrir að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar bjóði fram þá þjónustu sem til þarf. Það er síðan hlutverk tryggingarfélaganna að kaupa þá þjónustu sem best tryggir hagsmuni notendanna. Þetta kerfi hefur skilað Hollendingum 1. sæti í árlegri könnun Euro Health Index um gæði heilbrigðisþjónustu í Evrópu mörg undanfarin ár. Árið 2009 sat Ísland í 3. sæti þessa lista en er nú komið í 8. sæti listans. Möltuleiðin Maltverjar hafa, eins og margar aðrar Evrópuþjóðir, verið að glíma við aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu, auknar kröfur um þjónustu, hækkandi aldur þjóðarinnar, langa biðlista, skort á sjúkrarúmum og síðast en ekki síst baráttu við mönnunarvandann í heilbrigðisstéttum. Pólitískir stefnumótendur heilbrigðismála á Möltu tóku nýverið þá ákvörðun að bjóða einkaaðilum til samstarfs um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Möltu og er gert ráð fyrir umtalsverðri fjárfestingu þeirra í innviðum kerfisins. Þeir ákváðu að reyna að finna nýjar leiðir og nýta sér m.a. í því samhengi sífellda aukningu í heilsutúrisma. Þar horfa þeir m.a. til hjarta- og bæklunarvandamála. Tilgangur þeirra með þessari nálgun er að reyna að bregðast við framangreindum úrlausnarefnum og bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir eyjarskeggja og ekki síst til að geta haldið þjónustunni áfram gjaldfrjálsri fyrir íbúa Möltu. Maltverjar nálgast verkefnið með þeim hætti að þeir ætla að byggja nýtt 250 herbergja bráðasjúkrahús auk þess sem þeir ætla að endurnýja eldri spítala sem var aðalspítali Möltu til ársins 2007. Þar ætla þeir að vera með 220 sjúkrarúm þar sem áherslan verður á sérhæfða þjónustu fyrir hjarta-, bæklunar- og þvagfæravandamál. Þar til viðbótar gera þeir ráð fyrir 150 sjúkrarúmum fyrir endurhæfingarsjúklinga. Þá ætla þeir að breyta einum af núverandi spítölum í 320 herbergja spítala sérstaklega fyrir aldraða. Að auki stendur til að byggja nýjan læknaskóla sem á að geta tekið við allt að 300 nemum og er það til viðbótar við fyrirhugaðan skóla fyrir hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt upplýsingum fjárfestanna gera þeir ráð fyrir að fjárfesting þeirra muni skapa yfir 1.000 störf á eyjunni. Niðurlag Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig verkefnið gengur hjá Möltubúum á næstu árum og sjálfsagt munu einhverjir geta dregið lærdóm af því hvernig til mun takast. En að minnsta kost má fullyrða að ólíkt hafast þeir að, pólitísku stefnumótendurnir á Möltu og á Íslandi. Ef Ögmundur Jónasson telur mig og mína líka, áhugamenn um samlíf opinbers reksturs og einkareksturs í heilbrigðisþjónustu, líkt þenkjandi og pólitískir stefnumótendur heilbrigðismála á Möltu þá kann ég þeim samanburði vel. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun