Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi sem fram fer 1.-2. október. „Ég á ekki endilega von á því,“ sagði Sigmundur Davíð en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. „Flestir þeirra sem hafa verið í forystu flokksins hafa lýst því yfir, ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja, að þeir muni ekki bjóða sig fram gegn mér.“ Eitt framboð hefur þegar komið fram frá Sveinbirni Eyjólfssyni, forstöðumanni Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Sigmundur Davíð hlaut afgerandi forystu í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sagði hann í gær í viðtali við Vísi að sigurinn gæfi honum aukinn kraft fyrir flokksþingið og Alþingiskosningarnar sem framundan eru. Sigmundur Davíð var einnig spurður um fréttir af því að Sigurður Ingi Jóhannson, forsætisráðherra og formaður flokksins, myndi ekki gegna embætti í forystu flokksins yrði hún óbreytt. Sagðist Sigmundur ekki vilja segja mikið um það annað en að hann og Sigurður Ingi hafi átt gott samstarf frá því að Sigmundur kom fyrst inn í stjórnmálin. „Þar er verið að túlka ummæli hans á lokuðum fundi í flokknum. Ég treysti mér ekki til þess að lesa í þessa túlkun sem ég er ekki alveg viss um að sé rétt. Við Sigurður Ingi höfum starfað saman frá því að ég byrjaði í stjórnmálum og það hefur gengið vel. Við hljótum því að finna út úr öllu þessu saman.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi sem fram fer 1.-2. október. „Ég á ekki endilega von á því,“ sagði Sigmundur Davíð en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. „Flestir þeirra sem hafa verið í forystu flokksins hafa lýst því yfir, ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja, að þeir muni ekki bjóða sig fram gegn mér.“ Eitt framboð hefur þegar komið fram frá Sveinbirni Eyjólfssyni, forstöðumanni Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Sigmundur Davíð hlaut afgerandi forystu í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sagði hann í gær í viðtali við Vísi að sigurinn gæfi honum aukinn kraft fyrir flokksþingið og Alþingiskosningarnar sem framundan eru. Sigmundur Davíð var einnig spurður um fréttir af því að Sigurður Ingi Jóhannson, forsætisráðherra og formaður flokksins, myndi ekki gegna embætti í forystu flokksins yrði hún óbreytt. Sagðist Sigmundur ekki vilja segja mikið um það annað en að hann og Sigurður Ingi hafi átt gott samstarf frá því að Sigmundur kom fyrst inn í stjórnmálin. „Þar er verið að túlka ummæli hans á lokuðum fundi í flokknum. Ég treysti mér ekki til þess að lesa í þessa túlkun sem ég er ekki alveg viss um að sé rétt. Við Sigurður Ingi höfum starfað saman frá því að ég byrjaði í stjórnmálum og það hefur gengið vel. Við hljótum því að finna út úr öllu þessu saman.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55
Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00
Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39