Baltasar gerði breytingu á Eiðnum eftir forsýninguna Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2016 14:39 Baltasar Kormákur er leikstjóri Eiðsins ásamt því að fara með aðalhlutverk hennar. Vísir „Mér fannst eftir forsýningu hann ekki bæta neinu við,“ segir leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur um endi nýjustu myndar sinnar Eiðsins sem hann breytti eftir forsýningu hennar. Það var kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, Tómas Valgeirsson, sem vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni. Tómas gaf myndinni þrjár stjörnur í dómi sínum í Fréttablaðinu en tók fram á Facebook-síðu sinni í gær að dómurinn hefði verið skrifaður áður en endinum var breytt.Þeir sem eiga eftir að sjá Eiðinn er bent á að í þessari grein er fjallað afar lauslega um söguþráð hennar og gæti það hugsanlega spillt fyrir áhorfi þeirra sem ekkert vilja vita áður en þeir sjá hana í bíó. Er þeim því ráðlagt frá því að lesa lengra.Frá tökum á Eiðnum.Mynd/Lilja JónsdóttirTómas bendir á að á forsýningunni hafi verið sýnd önnur útgáfa af myndinni. „Sem bauð upp á (alveg hryllilegan...) eftirmála í sögunni,“ skrifar Tómas. Hann segir að í almennum sýningum sé víst búið að fjarlægja eftirmálan algjörlega. „Hefði ég séð 'réttu' útgáfuna fyrr er hugsanlegt að einkunnin hefði slefað í hálfa í viðbót,“ segir Tómas sem finnst þetta sérstakt. Baltasar Kormákur segir hins vegar í samtali við Vísi ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag. „Ég ákvað að gera þessa breytingu eftir að hafa séð myndina í fyrsta skipti með áhorfendum. Vegna smæðar íslenska markaðarins þá er ekki hægt að skoða myndir með fullum sal af áhorfendum líkt og oft gert er erlendis,“ segir Baltasar en eftir að hafa horft á myndina með áhorfendum fannst honum eftirmálinn ekki bæta neinu við myndina og jafnvel kalla á fleiri spurningar en hann svaraði. „Og því ákvað ég að stytta hann lítillega, ekkert stór mál,“ segir Baltasar og segir ekkert athugavert við það að reyna að bæta myndina ef kostur er á því. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Baltasar Kormák tvífara Colin Farrell Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir Eiðinn vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood. 12. september 2016 12:15 Of margir mættu á forsýningu Eiðsins Fullt var út úr dyrum þegar íslenska kvikmyndin Eiðurinn var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. 7. september 2016 09:54 Eiðurinn fer til fimmtíu landa Aldrei áður hefur mynd eftir Baltsar selst eins vel á erlendum markaðsvæðum. 9. september 2016 10:55 Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Mér fannst eftir forsýningu hann ekki bæta neinu við,“ segir leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur um endi nýjustu myndar sinnar Eiðsins sem hann breytti eftir forsýningu hennar. Það var kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, Tómas Valgeirsson, sem vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni. Tómas gaf myndinni þrjár stjörnur í dómi sínum í Fréttablaðinu en tók fram á Facebook-síðu sinni í gær að dómurinn hefði verið skrifaður áður en endinum var breytt.Þeir sem eiga eftir að sjá Eiðinn er bent á að í þessari grein er fjallað afar lauslega um söguþráð hennar og gæti það hugsanlega spillt fyrir áhorfi þeirra sem ekkert vilja vita áður en þeir sjá hana í bíó. Er þeim því ráðlagt frá því að lesa lengra.Frá tökum á Eiðnum.Mynd/Lilja JónsdóttirTómas bendir á að á forsýningunni hafi verið sýnd önnur útgáfa af myndinni. „Sem bauð upp á (alveg hryllilegan...) eftirmála í sögunni,“ skrifar Tómas. Hann segir að í almennum sýningum sé víst búið að fjarlægja eftirmálan algjörlega. „Hefði ég séð 'réttu' útgáfuna fyrr er hugsanlegt að einkunnin hefði slefað í hálfa í viðbót,“ segir Tómas sem finnst þetta sérstakt. Baltasar Kormákur segir hins vegar í samtali við Vísi ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag. „Ég ákvað að gera þessa breytingu eftir að hafa séð myndina í fyrsta skipti með áhorfendum. Vegna smæðar íslenska markaðarins þá er ekki hægt að skoða myndir með fullum sal af áhorfendum líkt og oft gert er erlendis,“ segir Baltasar en eftir að hafa horft á myndina með áhorfendum fannst honum eftirmálinn ekki bæta neinu við myndina og jafnvel kalla á fleiri spurningar en hann svaraði. „Og því ákvað ég að stytta hann lítillega, ekkert stór mál,“ segir Baltasar og segir ekkert athugavert við það að reyna að bæta myndina ef kostur er á því.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Baltasar Kormák tvífara Colin Farrell Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir Eiðinn vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood. 12. september 2016 12:15 Of margir mættu á forsýningu Eiðsins Fullt var út úr dyrum þegar íslenska kvikmyndin Eiðurinn var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. 7. september 2016 09:54 Eiðurinn fer til fimmtíu landa Aldrei áður hefur mynd eftir Baltsar selst eins vel á erlendum markaðsvæðum. 9. september 2016 10:55 Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Segir Baltasar Kormák tvífara Colin Farrell Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Variety segir Eiðinn vera vel heppnaða og líklega til endurgerðar í Hollywood. 12. september 2016 12:15
Of margir mættu á forsýningu Eiðsins Fullt var út úr dyrum þegar íslenska kvikmyndin Eiðurinn var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. 7. september 2016 09:54
Eiðurinn fer til fimmtíu landa Aldrei áður hefur mynd eftir Baltsar selst eins vel á erlendum markaðsvæðum. 9. september 2016 10:55