Guðni setti sjálfur milljón í framboð sitt Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 14:31 Guðni flytur innsetningarræðu sína. visir/eyþór Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira