Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 10:27 Ýmislegt bendir til þess að Sigurði Inga hafi snúist hugur, og að hann muni fara fram gegn Sigmundi Davíð, í formannsslag. Vísir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Auk þess að ræða við Rasmussen mun Sigurður Ingi eiga og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins.Sveinbjörn ætlar fram gegn Sigmundi DavíðSigurður Ingi hefur þannig öðrum hnöppum að hneppa en velta fyrir sér innanhúsátökum í Framsóknarflokknum, hvar hann er varaformaður, þar sem fer tvennum sögum af stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjálfur segir Sigmundur Davíð almennan stuðning við sig innan flokks en engu að síður er kominn fram frambjóðandi sem ætlar gegn honum á flokksþingi sem haldið verður 1. til 2. október. Sá er Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, sem segir að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn, og ef Sigurður Ingi fari ekki fram, þá ætlar Sveinbjörn að gera það. Hann sagði, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að skuggi hafi fallið á ímynd Sigmundar Davíðs þegar „maður áttar sig á því með hvaða hætti hann, eða þau, töldu best að geyma sína peninga. Það hefði átt að vera ljóst öllum frá upphafi,“ sagði Sveinbjörn í morgun.Stór hópur Framsóknarmanna vill Sigurð Inga Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundi um helgina, og kom það mörgum í opna skjöldu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaþingmanns við óbreytt ástand. Erfitt er að túlka það sem svo á annan hátt en Sigurður Ingi, sem reyndar hafði fram til þess tíma ítrekað sagst ekki ætla fram gegn sitjandi formanni, hafi snúist hugur. Reyndar er orðið afar styrt milli þeirra tveggja. Sveinbjörn segir það opinbert leyndarmál að stór hópur Framsóknarmanna sé nú að hvetja Sigurð Inga til að bjóða sig fram í formennsku. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Auk þess að ræða við Rasmussen mun Sigurður Ingi eiga og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins.Sveinbjörn ætlar fram gegn Sigmundi DavíðSigurður Ingi hefur þannig öðrum hnöppum að hneppa en velta fyrir sér innanhúsátökum í Framsóknarflokknum, hvar hann er varaformaður, þar sem fer tvennum sögum af stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjálfur segir Sigmundur Davíð almennan stuðning við sig innan flokks en engu að síður er kominn fram frambjóðandi sem ætlar gegn honum á flokksþingi sem haldið verður 1. til 2. október. Sá er Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, sem segir að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn, og ef Sigurður Ingi fari ekki fram, þá ætlar Sveinbjörn að gera það. Hann sagði, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að skuggi hafi fallið á ímynd Sigmundar Davíðs þegar „maður áttar sig á því með hvaða hætti hann, eða þau, töldu best að geyma sína peninga. Það hefði átt að vera ljóst öllum frá upphafi,“ sagði Sveinbjörn í morgun.Stór hópur Framsóknarmanna vill Sigurð Inga Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundi um helgina, og kom það mörgum í opna skjöldu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaþingmanns við óbreytt ástand. Erfitt er að túlka það sem svo á annan hátt en Sigurður Ingi, sem reyndar hafði fram til þess tíma ítrekað sagst ekki ætla fram gegn sitjandi formanni, hafi snúist hugur. Reyndar er orðið afar styrt milli þeirra tveggja. Sveinbjörn segir það opinbert leyndarmál að stór hópur Framsóknarmanna sé nú að hvetja Sigurð Inga til að bjóða sig fram í formennsku.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira