Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 12:06 Sigmundur Davíð fer bjartsýnn á Flokksþingið og inn í kosningar. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44