Fjöldamorð Íslendinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2016 11:15 Baskarnir misstu skipin í ís á sínum tíma, því voru teknar upp senur við ósa Jökulsár á Breiðamerkursandi. Mynd/www.seylan.is Mörg sviðssett atriði voru tekin hér á landi fyrir heimildarmyndina Baskavígin sem frumsýnd er í dag á kvikmyndahátíðinni í Bilbaó á Spáni. Enda gerðust þeir atburðir hér sem myndin fjallar um, það er að segja víg baskneskra skipbrotsmanna á Vestfjörðum haustið 1615. Hjálmtýr Heiðdal verður viðstaddur frumsýninguna í Bilbaó, þar sem myndin keppir til verðlauna.„Það var filmað á ellefu stöðum og verkefnið tókst mjög vel,“ segir Hjálmtýr Heiðdal í kvikmyndagerðinni Seylu sem er meðframleiðandi myndarinnar með Old Port Films í Bilbaó. Hann segir fimm íslenska áhugaleikara í veigamiklum hlutverkum Jóns lærða, Sigríðar konu hans, Ara í Ögri, séra Jóns Grímssonar í Árnesi og Gunnsteins Grímssonar í Dynjanda. Auk þess bregði 120 íslenskum aukaleikurum fyrir. „Við þurftum 40 manns við Jökulsárlón og annan eins hóp norður í Bjarnarfirði. Svo vantaði statista til að leika Baska og við vorum með góðan hóp af Spánverjum sem eru búsettir hér,“ lýsir hann. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni sem er á fjórum tungumálum, á baskamálinu euskeru, ensku, spænsku og íslensku. Enska útgáfan verður sýnd á Riff og íslenska útgáfan frumsýnd í nóvember í Bíói Paradís. –Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016. Bíó og sjónvarp Menning RIFF Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Mörg sviðssett atriði voru tekin hér á landi fyrir heimildarmyndina Baskavígin sem frumsýnd er í dag á kvikmyndahátíðinni í Bilbaó á Spáni. Enda gerðust þeir atburðir hér sem myndin fjallar um, það er að segja víg baskneskra skipbrotsmanna á Vestfjörðum haustið 1615. Hjálmtýr Heiðdal verður viðstaddur frumsýninguna í Bilbaó, þar sem myndin keppir til verðlauna.„Það var filmað á ellefu stöðum og verkefnið tókst mjög vel,“ segir Hjálmtýr Heiðdal í kvikmyndagerðinni Seylu sem er meðframleiðandi myndarinnar með Old Port Films í Bilbaó. Hann segir fimm íslenska áhugaleikara í veigamiklum hlutverkum Jóns lærða, Sigríðar konu hans, Ara í Ögri, séra Jóns Grímssonar í Árnesi og Gunnsteins Grímssonar í Dynjanda. Auk þess bregði 120 íslenskum aukaleikurum fyrir. „Við þurftum 40 manns við Jökulsárlón og annan eins hóp norður í Bjarnarfirði. Svo vantaði statista til að leika Baska og við vorum með góðan hóp af Spánverjum sem eru búsettir hér,“ lýsir hann. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina í myndinni sem er á fjórum tungumálum, á baskamálinu euskeru, ensku, spænsku og íslensku. Enska útgáfan verður sýnd á Riff og íslenska útgáfan frumsýnd í nóvember í Bíói Paradís. –Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016.
Bíó og sjónvarp Menning RIFF Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira