Ekki bólar á tilkynningu forsætisráðherra um þingrof og kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2016 12:34 Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Stefán Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir að forsætisráðherra hafi ekki tilkynnt Alþingi um þingrof. Eftir því sem styttist í kjördag verði svigrúm Íslendinga í útlöndum, sjómanna og fleiri hópa minna til að kjósa utankjörfundar. Ef forystumenn stjórnarflokkanna ætla sér að standa við yfirlýsingar um að kosið verði til Alþingis hinn 29. október næst komandi eru aðeins 39 dagar til kosninga í dag. Í stjórnarskrá segir að eftir að forseti Íslands hafi tilkynnt þingrof skuli kosningar fara fram áður en 45 dagar séu liðnir frá þeirri tilkynningu. Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur mesta þingreynslu sitjandi þingmanna, undrast að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skuli ekki hafa tilkynnt þingrof nú þegar. „Já það kom mér mjög á óvart að þingrofstillaga skyldi ekki í öllu falli vera á dagskrá strax í byrjun þessarar viku. Því nú er farið að ganga á þann tíma sem er til að hafa utankjörfundar atkvæðagreiðslu opna,“ segir Steingrímur. Það sé í anda laganna að utankjörfundar atkvæðagreiðsla hefjist svo fljótt sem verða megi eftir þingrof og setningu kjördags, þó ekki fyrr en átta vikur séu til viskosninga. Nú séu rúmar fimm vikur í kjördag hinn 29. október. Steingrímur gagnrýnir þessi vinnubrögð. „En þarna stendur upp á forsætisráðuneytið að skila inn þingrofstillögunni. Mér finnst það dapurlegt ef einhverjir daga í viðbót fara í súginn í þessum efnum. Það er eðli málsins samkvæmt þannig að það er mjög mikilvægt að nýta allt það svigrúm sem mögulegt er til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Vegna þeirra sem búsettir eru í útlöndum og þurfa kannski að keyra um langan veg og semja við ræðismann um að fá að kjósa. Nú eða skip sem eru að fara út í langt úthald og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Rétt hafi verið staðið að málum árið 2009 þegar einnig var kosið áður en kjörtímabil var á enda. Þá hafi verið gert samkomulag milli flokka um kjördag og þingrofstillaga komið fram og utankjörfundar atkvæðagreiðsla hafist eins fljótt og verða mátti. Önnur fordæmi séu einnig til um þetta. „En þingið starfaði síðan miklu lengur og menn mega ekki rugla því saman að þótt þetta heiti þingrofstillaga þá er þingið ekki sent heim. Þingið getur haldið áfram störfum sínum miklu nær kosningunum.“ Læðist að þér einhver grunur um að stjórnarflokkarnir ætli kannski að seinka kosningum? „Ég fer nú að verða órólegur ef tillagan birtist ekki núna. Það þarf náttúrlega að dreifa henni og eðlilegt að það væri gert degi áður en hún yrði rædd. Ég segi bara það að ef hún birtist ekki í þessari viku eða mánudaginn kemur eða eitthvað svoleiðis, þá er eitthvað undarlegt í gangi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira