Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 10:45 Donald Trump og Ahmad Khan Rahami. Vísir/EPA/NYPD Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur kvartað yfir því að Ahmad Khan Rahami fái meðferð á sjúkrahúsi. Hann segir ástandið undirstrika veikleika í þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Á kosningafundi í Flórída í gær sagði Trump að versti hlutinn við þetta væri að „nú munum við við veita honum frábæra aðhlynningu. Einhverjir bestu læknar heimsins munu hugsa um hann.“ Hann kvartaði einnig yfir því að Rahami, sem er bandarískur ríkisborgari, myndi fá að vera á nútímalegu sjúkrahúsi og að hann myndi líklegast fá herbergisþjónustu. Trump virtist mótmæla því að ríkið myndi veita Rahami góða lögmenn til að verja sig í dómstólum. Hann sagði að málaferli gegn honum myndu taka mörg ár og að endingu yrði refsing hans ekki jafn alvarleg og hún yrði ef honum yrði refsað fyrr. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir ríkisborgurum rétt til lögfræðiaðstoðar. Þá hefur Rahami ekki verið dæmdur fyrir glæp.Donald Trump yngri hefur valdið miklum usla á Twitter eftir að hann líkti flóttamönnum við Skittles. Á mynd sem fylgdi tístinu er þeirri spurningu velt upp hvort að fólk myndi borða úr skál af Skittles ef það vissi af því að þrjú þeirra væru eitruð. Það væri vandi Bandaríkjanna varðandi flóttafólk frá Sýrlandi í hnotskurn. Trump yngri sagði myndina segja allt sem segja þyrfti.This image says it all. Let's end the politically correct agenda that doesn't put America first. #trump2016 pic.twitter.com/9fHwog7ssN— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) September 19, 2016 Fjölmargir hafa svarað Trump og birt myndir af börnum frá Sýrlandi eða myndir af særðu fólki og segja þetta fólk ekki vera sælgæti. Einnig hefur Mars fyrirtækið, sem á framleiðendur Skittles, tjáð sig um málið. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að taka á móti um tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.pic.twitter.com/VUwYKzqujc— Mars, Incorporated (@MarsGlobal) September 20, 2016 @DonaldJTrumpJr This is the equivalent of a red Skittle in your analogy. pic.twitter.com/NKvD5V07tE— Chris Jackson (@ChrisCJackson) September 19, 2016 Hey, @DonaldJTrumpJr -- These people look like Skittles to you? #Syria pic.twitter.com/OTUPeyuhC3— Kevin Eckery (@keckery) September 20, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur kvartað yfir því að Ahmad Khan Rahami fái meðferð á sjúkrahúsi. Hann segir ástandið undirstrika veikleika í þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Á kosningafundi í Flórída í gær sagði Trump að versti hlutinn við þetta væri að „nú munum við við veita honum frábæra aðhlynningu. Einhverjir bestu læknar heimsins munu hugsa um hann.“ Hann kvartaði einnig yfir því að Rahami, sem er bandarískur ríkisborgari, myndi fá að vera á nútímalegu sjúkrahúsi og að hann myndi líklegast fá herbergisþjónustu. Trump virtist mótmæla því að ríkið myndi veita Rahami góða lögmenn til að verja sig í dómstólum. Hann sagði að málaferli gegn honum myndu taka mörg ár og að endingu yrði refsing hans ekki jafn alvarleg og hún yrði ef honum yrði refsað fyrr. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir ríkisborgurum rétt til lögfræðiaðstoðar. Þá hefur Rahami ekki verið dæmdur fyrir glæp.Donald Trump yngri hefur valdið miklum usla á Twitter eftir að hann líkti flóttamönnum við Skittles. Á mynd sem fylgdi tístinu er þeirri spurningu velt upp hvort að fólk myndi borða úr skál af Skittles ef það vissi af því að þrjú þeirra væru eitruð. Það væri vandi Bandaríkjanna varðandi flóttafólk frá Sýrlandi í hnotskurn. Trump yngri sagði myndina segja allt sem segja þyrfti.This image says it all. Let's end the politically correct agenda that doesn't put America first. #trump2016 pic.twitter.com/9fHwog7ssN— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) September 19, 2016 Fjölmargir hafa svarað Trump og birt myndir af börnum frá Sýrlandi eða myndir af særðu fólki og segja þetta fólk ekki vera sælgæti. Einnig hefur Mars fyrirtækið, sem á framleiðendur Skittles, tjáð sig um málið. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að taka á móti um tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.pic.twitter.com/VUwYKzqujc— Mars, Incorporated (@MarsGlobal) September 20, 2016 @DonaldJTrumpJr This is the equivalent of a red Skittle in your analogy. pic.twitter.com/NKvD5V07tE— Chris Jackson (@ChrisCJackson) September 19, 2016 Hey, @DonaldJTrumpJr -- These people look like Skittles to you? #Syria pic.twitter.com/OTUPeyuhC3— Kevin Eckery (@keckery) September 20, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00