Fyrrverandi ráðherrar mæta verr í atkvæðagreiðslur eftir afsögn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/ernir Össur Skarphéðinsson er sá þingmaður sem oftast hefur verið fjarverandi við atkvæðagreiðslur á stöku þingi. Á 143. þingi, 2013-2014, voru óútskýrðar fjarvistir Össurar í atkvæðagreiðslum 625 talsins eða í 72,5 prósent tilfella.Össkur Skarphéðinssonvísir/vilhelmAð öllu jöfnu eru ráðherrar oftar fjarverandi en hinn almenni þingmaður en fjarvistir ráðherra eru að auki oftar tilkynntar. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér embætti á kjörtímabilinu en eftir að þeir sögðu af sér fjölgaði óútskýrðum fjarverum þeirra. Óútskýrð fjarvera Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, var 136 skipti árið 2013-14 en rúmlega tvöfalt fleiri á næsta þingi, alls 346. Það sem af er þinginu nú hefur hann verið fjarverandi í 618 skipti en þar af 501 sinni á árinu 2016. Hann hefur ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu frá 8. júní síðastliðnum, þegar lögbann var sett á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra, og ekki tekið til máls frá 8. apríl en þá var vantraust á sitjandi ríkisstjórn rætt. Fjarvera Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, fylgir svipuðu munstri þó hún sé oftar viðstödd. Þingið 2013-14 var hún fjarverandi í 54 skipti, 93 skipti þingið 2014-15 og hefur verið fjarverandi 212 sinnum á yfirstandandi þingi. Átta ráðherrar eiga einnig sæti á þingi en meðal óútskýrð fjarvera þeirra á kjörtímabilinu er 619 skipti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er sá ráðherra sem oftast hefur verið fjarverandi eða í 916 skipti en Sigurður Ingi Jóhannsson fylgir á hæla hennar með 895 skipti. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er sá ráðherra sem sjaldnast hefur verið fjarverandi, 255 sinnum. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, tilkynnir sjaldnast um fjarvistir af ráðherrunum. Ellefu þingmenn mæta sjaldnar í atkvæðagreiðslur en meðalráðherrann. Auk þeirra fimm, sem sjaldnast mæta, ræðir þar um Kristján Möller (729), Árna Pál Árnason(815), Jón Gunnarsson (910), Guðlaug Þór Þórðarsson (713), Höskuld Þórhallsson (867) og Sigríði Ingibjörg Ingadóttur (889). Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson eða Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarmaður fjarri fjárlagaumræðu til að elta fé Höskuldur Þórhallsson er staddur í leitum á Norðurlandi í augnablikinu. 11. september 2015 16:30 Samfylkingarþingmenn skrópa oftast og karlarnir latari að mæta en konurnar Úttekt Fréttablaðsins á atkvæðaskrá þingmanna sýnir að þingkonur eru oftar viðstaddar atkvæðagreiðslur heldur en starfsbræður þeirra og landsbyggðarþingmenn mæta betur en þingmenn höfuðborgarsvæðisins. 19. september 2016 06:00 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Össur Skarphéðinsson er sá þingmaður sem oftast hefur verið fjarverandi við atkvæðagreiðslur á stöku þingi. Á 143. þingi, 2013-2014, voru óútskýrðar fjarvistir Össurar í atkvæðagreiðslum 625 talsins eða í 72,5 prósent tilfella.Össkur Skarphéðinssonvísir/vilhelmAð öllu jöfnu eru ráðherrar oftar fjarverandi en hinn almenni þingmaður en fjarvistir ráðherra eru að auki oftar tilkynntar. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér embætti á kjörtímabilinu en eftir að þeir sögðu af sér fjölgaði óútskýrðum fjarverum þeirra. Óútskýrð fjarvera Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, var 136 skipti árið 2013-14 en rúmlega tvöfalt fleiri á næsta þingi, alls 346. Það sem af er þinginu nú hefur hann verið fjarverandi í 618 skipti en þar af 501 sinni á árinu 2016. Hann hefur ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu frá 8. júní síðastliðnum, þegar lögbann var sett á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra, og ekki tekið til máls frá 8. apríl en þá var vantraust á sitjandi ríkisstjórn rætt. Fjarvera Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, fylgir svipuðu munstri þó hún sé oftar viðstödd. Þingið 2013-14 var hún fjarverandi í 54 skipti, 93 skipti þingið 2014-15 og hefur verið fjarverandi 212 sinnum á yfirstandandi þingi. Átta ráðherrar eiga einnig sæti á þingi en meðal óútskýrð fjarvera þeirra á kjörtímabilinu er 619 skipti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er sá ráðherra sem oftast hefur verið fjarverandi eða í 916 skipti en Sigurður Ingi Jóhannsson fylgir á hæla hennar með 895 skipti. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er sá ráðherra sem sjaldnast hefur verið fjarverandi, 255 sinnum. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, tilkynnir sjaldnast um fjarvistir af ráðherrunum. Ellefu þingmenn mæta sjaldnar í atkvæðagreiðslur en meðalráðherrann. Auk þeirra fimm, sem sjaldnast mæta, ræðir þar um Kristján Möller (729), Árna Pál Árnason(815), Jón Gunnarsson (910), Guðlaug Þór Þórðarsson (713), Höskuld Þórhallsson (867) og Sigríði Ingibjörg Ingadóttur (889). Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson eða Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarmaður fjarri fjárlagaumræðu til að elta fé Höskuldur Þórhallsson er staddur í leitum á Norðurlandi í augnablikinu. 11. september 2015 16:30 Samfylkingarþingmenn skrópa oftast og karlarnir latari að mæta en konurnar Úttekt Fréttablaðsins á atkvæðaskrá þingmanna sýnir að þingkonur eru oftar viðstaddar atkvæðagreiðslur heldur en starfsbræður þeirra og landsbyggðarþingmenn mæta betur en þingmenn höfuðborgarsvæðisins. 19. september 2016 06:00 Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Framsóknarmaður fjarri fjárlagaumræðu til að elta fé Höskuldur Þórhallsson er staddur í leitum á Norðurlandi í augnablikinu. 11. september 2015 16:30
Samfylkingarþingmenn skrópa oftast og karlarnir latari að mæta en konurnar Úttekt Fréttablaðsins á atkvæðaskrá þingmanna sýnir að þingkonur eru oftar viðstaddar atkvæðagreiðslur heldur en starfsbræður þeirra og landsbyggðarþingmenn mæta betur en þingmenn höfuðborgarsvæðisins. 19. september 2016 06:00
Endurskoða þurfi verklag við atkvæðagreiðslur Birgitta Jónsdóttir segir þingflokk Pírata stóla á dómgreind nefndarfulltrúa síns hverju sinni. Hún þurft að víkja af þingfundi vegna persónulegra aðstæðna þegar búvörusamningur var samþykktur í gær. 14. september 2016 13:38