Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Snærós Sindradóttir skrifar 20. september 2016 07:00 Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Ögmundur Jónasson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Elín Hirst í þingsal. Brynjar segir mikið álag vera á Efnahags- og viðskiptanefnd og tvísýnt með verðtryggingarfrumvarpið enda ekki sætti um það á milli stjórnarflokkanna. vísir/anton brink Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18