Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Snærós Sindradóttir skrifar 20. september 2016 07:00 Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Ögmundur Jónasson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Elín Hirst í þingsal. Brynjar segir mikið álag vera á Efnahags- og viðskiptanefnd og tvísýnt með verðtryggingarfrumvarpið enda ekki sætti um það á milli stjórnarflokkanna. vísir/anton brink Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Þegar aðeins átta starfsdagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis á eftir að ljúka nokkrum stórum málum í meðförum þingsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sé undir gríðarlega miklu álagi en undir hana heyra tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, frumvarp um verðtryggð neytendalán, losun fjármagnshafta og aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Til umræðu er að fjölga nefndarfundum til að ná saman um málin. Í gær kynntu fulltrúar ríkisstjórnarinnar frumvarp um breytingar á lífeyriskerfinu, sem alla jafna færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Fréttablaðið ræddi við, sjá ekki fram á að málið nái að klárast. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, vonast til þess að frumvarpið fari frekar inn í fjárlaganefnd til að létta undir með efnahagsnefnd. Tvísýnt er um afdrif frumvarps um bann við verðtryggðum neytendalánum til 40 ára, svokölluðum Íslandslánum. „Þar eru mjög skiptar skoðanir. Það er erfitt að afgreiða það. Málið verður afgreitt út en það er ekki víst að það sé fullkomin sátt á milli allra innan stjórnarflokkanna. Og ekki heldur innan stjórnarandstöðunnar. Svo veit maður ekki hvernig það mun enda.“ Í sumar kynntu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verkefnið Fyrsta fasteign, sem heimilar fólki að nota séreignarlífeyrissparnað til kaupa á fyrstu fasteign sinni. Spurður um afdrif þess máls segist Brynjar með semingi ekki vita hvort náist að afgreiða það. Annað mál sem mikill vafi leikur á um er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. „Það er eitt af þessum flóknu málum. Það er mikil andstaða við það. Ég hef áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni ekki hleypa því í gegn.“ Þverpólitísk sátt virðist ríkja um losun fjármagnshafta en næsti áfangi hefur þó tekið einhverjum breytingum í meðförum nefndarinnar. „Þetta eru vandasöm verk. Það er ekki gott að gera mikið af mistökum núna,“ segir Brynjar og bætir við að tíma taki fyrir nefndina að leita aðstoðar sérfræðinga við flest þessara mála og þá dugi ekki að blaðra endalaust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna, spurði Forseta Alþingis hvers vegna tillaga um þingrof hafi ekki komið fram. 19. september 2016 16:18