Donald Trump er ekki af baki dottinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2016 17:26 Donald Trump fær hér klapp á bakið frá ráðgjafa sínum á fundi í Trump Tower í gær. Visir/AP Þrátt fyrir að fjölmargir þungavigtarmenn innan bandaríska Repúblikanaflokksins hafi síðastliðinn sólarhring þrýst á forsetaframbjóðanda flokksins að hætta og láta varaforsetaefnið Mike Pence taka við keflinu segist auðkýfingurinn Donald Trump ekki vera af baki dottinn. Þó Trump hafi ætíð verið umdeildur innan flokksins og það teljist vart til tíðinda að háttsettir Repúblikanar krefjist þess að hann segi stöðu sinni lausri þá hafa óánægjuraddirnar úr þeirra röðum magnast síðastliðinn sólarhring í kjölfar afhjúpunar Washington Post. Blaðið birti myndband frá árinu 2005 þar sem heyra má auðkýfinginn ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Segist Trump þar meðal annars geta komið fram við þær eins og hann vill - „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Sjá einnig:Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÞrátt fyrir mikla ólgu í herbúðum Repúblikana í kjölfar birtingarinnar segist Trump alls ekki ætla að hætta í baráttunni. „Ég myndi aldrei draga mig til hlés, ég hef aldrei gert það í lífi mínu,“ sagði forsetaframbjóðandinn í samtali við Washington Post í morgun. Þó að nafntogaðir Repúblikanar á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney og þingforsetinn Paul Ryan hafi baunað á Trump síðastliðinn sólarhring segist auðkýfingurinn finna fyrir miklum stuðningi. „Fólk hringir í mig í hrönnum og segir að ég ætti ekki að láta hvarfla að mér að hætta baráttunni,“ sagði Trump og bætti við: „Stóra fréttin í þessu er allur stuðningurinn við mig, fólk trúir ekki hvað hann er mikill.“ Næstu forsetakappræður milli Hillary Clinton og Trump verða næstkomandi mánudag. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs búast við því að frambjóðandi demókrataflokksins muni gera sér mat úr þessum ummælum og að Trump muni aftur þurfa að vera í vörn þorra kappræðnanna. Donald Trump sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgun sem heyra má hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölmargir þungavigtarmenn innan bandaríska Repúblikanaflokksins hafi síðastliðinn sólarhring þrýst á forsetaframbjóðanda flokksins að hætta og láta varaforsetaefnið Mike Pence taka við keflinu segist auðkýfingurinn Donald Trump ekki vera af baki dottinn. Þó Trump hafi ætíð verið umdeildur innan flokksins og það teljist vart til tíðinda að háttsettir Repúblikanar krefjist þess að hann segi stöðu sinni lausri þá hafa óánægjuraddirnar úr þeirra röðum magnast síðastliðinn sólarhring í kjölfar afhjúpunar Washington Post. Blaðið birti myndband frá árinu 2005 þar sem heyra má auðkýfinginn ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Segist Trump þar meðal annars geta komið fram við þær eins og hann vill - „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Sjá einnig:Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÞrátt fyrir mikla ólgu í herbúðum Repúblikana í kjölfar birtingarinnar segist Trump alls ekki ætla að hætta í baráttunni. „Ég myndi aldrei draga mig til hlés, ég hef aldrei gert það í lífi mínu,“ sagði forsetaframbjóðandinn í samtali við Washington Post í morgun. Þó að nafntogaðir Repúblikanar á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney og þingforsetinn Paul Ryan hafi baunað á Trump síðastliðinn sólarhring segist auðkýfingurinn finna fyrir miklum stuðningi. „Fólk hringir í mig í hrönnum og segir að ég ætti ekki að láta hvarfla að mér að hætta baráttunni,“ sagði Trump og bætti við: „Stóra fréttin í þessu er allur stuðningurinn við mig, fólk trúir ekki hvað hann er mikill.“ Næstu forsetakappræður milli Hillary Clinton og Trump verða næstkomandi mánudag. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs búast við því að frambjóðandi demókrataflokksins muni gera sér mat úr þessum ummælum og að Trump muni aftur þurfa að vera í vörn þorra kappræðnanna. Donald Trump sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgun sem heyra má hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15