Donald Trump er ekki af baki dottinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2016 17:26 Donald Trump fær hér klapp á bakið frá ráðgjafa sínum á fundi í Trump Tower í gær. Visir/AP Þrátt fyrir að fjölmargir þungavigtarmenn innan bandaríska Repúblikanaflokksins hafi síðastliðinn sólarhring þrýst á forsetaframbjóðanda flokksins að hætta og láta varaforsetaefnið Mike Pence taka við keflinu segist auðkýfingurinn Donald Trump ekki vera af baki dottinn. Þó Trump hafi ætíð verið umdeildur innan flokksins og það teljist vart til tíðinda að háttsettir Repúblikanar krefjist þess að hann segi stöðu sinni lausri þá hafa óánægjuraddirnar úr þeirra röðum magnast síðastliðinn sólarhring í kjölfar afhjúpunar Washington Post. Blaðið birti myndband frá árinu 2005 þar sem heyra má auðkýfinginn ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Segist Trump þar meðal annars geta komið fram við þær eins og hann vill - „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Sjá einnig:Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÞrátt fyrir mikla ólgu í herbúðum Repúblikana í kjölfar birtingarinnar segist Trump alls ekki ætla að hætta í baráttunni. „Ég myndi aldrei draga mig til hlés, ég hef aldrei gert það í lífi mínu,“ sagði forsetaframbjóðandinn í samtali við Washington Post í morgun. Þó að nafntogaðir Repúblikanar á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney og þingforsetinn Paul Ryan hafi baunað á Trump síðastliðinn sólarhring segist auðkýfingurinn finna fyrir miklum stuðningi. „Fólk hringir í mig í hrönnum og segir að ég ætti ekki að láta hvarfla að mér að hætta baráttunni,“ sagði Trump og bætti við: „Stóra fréttin í þessu er allur stuðningurinn við mig, fólk trúir ekki hvað hann er mikill.“ Næstu forsetakappræður milli Hillary Clinton og Trump verða næstkomandi mánudag. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs búast við því að frambjóðandi demókrataflokksins muni gera sér mat úr þessum ummælum og að Trump muni aftur þurfa að vera í vörn þorra kappræðnanna. Donald Trump sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgun sem heyra má hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölmargir þungavigtarmenn innan bandaríska Repúblikanaflokksins hafi síðastliðinn sólarhring þrýst á forsetaframbjóðanda flokksins að hætta og láta varaforsetaefnið Mike Pence taka við keflinu segist auðkýfingurinn Donald Trump ekki vera af baki dottinn. Þó Trump hafi ætíð verið umdeildur innan flokksins og það teljist vart til tíðinda að háttsettir Repúblikanar krefjist þess að hann segi stöðu sinni lausri þá hafa óánægjuraddirnar úr þeirra röðum magnast síðastliðinn sólarhring í kjölfar afhjúpunar Washington Post. Blaðið birti myndband frá árinu 2005 þar sem heyra má auðkýfinginn ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Segist Trump þar meðal annars geta komið fram við þær eins og hann vill - „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Sjá einnig:Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÞrátt fyrir mikla ólgu í herbúðum Repúblikana í kjölfar birtingarinnar segist Trump alls ekki ætla að hætta í baráttunni. „Ég myndi aldrei draga mig til hlés, ég hef aldrei gert það í lífi mínu,“ sagði forsetaframbjóðandinn í samtali við Washington Post í morgun. Þó að nafntogaðir Repúblikanar á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney og þingforsetinn Paul Ryan hafi baunað á Trump síðastliðinn sólarhring segist auðkýfingurinn finna fyrir miklum stuðningi. „Fólk hringir í mig í hrönnum og segir að ég ætti ekki að láta hvarfla að mér að hætta baráttunni,“ sagði Trump og bætti við: „Stóra fréttin í þessu er allur stuðningurinn við mig, fólk trúir ekki hvað hann er mikill.“ Næstu forsetakappræður milli Hillary Clinton og Trump verða næstkomandi mánudag. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs búast við því að frambjóðandi demókrataflokksins muni gera sér mat úr þessum ummælum og að Trump muni aftur þurfa að vera í vörn þorra kappræðnanna. Donald Trump sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgun sem heyra má hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15