Donald Trump er ekki af baki dottinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2016 17:26 Donald Trump fær hér klapp á bakið frá ráðgjafa sínum á fundi í Trump Tower í gær. Visir/AP Þrátt fyrir að fjölmargir þungavigtarmenn innan bandaríska Repúblikanaflokksins hafi síðastliðinn sólarhring þrýst á forsetaframbjóðanda flokksins að hætta og láta varaforsetaefnið Mike Pence taka við keflinu segist auðkýfingurinn Donald Trump ekki vera af baki dottinn. Þó Trump hafi ætíð verið umdeildur innan flokksins og það teljist vart til tíðinda að háttsettir Repúblikanar krefjist þess að hann segi stöðu sinni lausri þá hafa óánægjuraddirnar úr þeirra röðum magnast síðastliðinn sólarhring í kjölfar afhjúpunar Washington Post. Blaðið birti myndband frá árinu 2005 þar sem heyra má auðkýfinginn ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Segist Trump þar meðal annars geta komið fram við þær eins og hann vill - „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Sjá einnig:Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÞrátt fyrir mikla ólgu í herbúðum Repúblikana í kjölfar birtingarinnar segist Trump alls ekki ætla að hætta í baráttunni. „Ég myndi aldrei draga mig til hlés, ég hef aldrei gert það í lífi mínu,“ sagði forsetaframbjóðandinn í samtali við Washington Post í morgun. Þó að nafntogaðir Repúblikanar á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney og þingforsetinn Paul Ryan hafi baunað á Trump síðastliðinn sólarhring segist auðkýfingurinn finna fyrir miklum stuðningi. „Fólk hringir í mig í hrönnum og segir að ég ætti ekki að láta hvarfla að mér að hætta baráttunni,“ sagði Trump og bætti við: „Stóra fréttin í þessu er allur stuðningurinn við mig, fólk trúir ekki hvað hann er mikill.“ Næstu forsetakappræður milli Hillary Clinton og Trump verða næstkomandi mánudag. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs búast við því að frambjóðandi demókrataflokksins muni gera sér mat úr þessum ummælum og að Trump muni aftur þurfa að vera í vörn þorra kappræðnanna. Donald Trump sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgun sem heyra má hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölmargir þungavigtarmenn innan bandaríska Repúblikanaflokksins hafi síðastliðinn sólarhring þrýst á forsetaframbjóðanda flokksins að hætta og láta varaforsetaefnið Mike Pence taka við keflinu segist auðkýfingurinn Donald Trump ekki vera af baki dottinn. Þó Trump hafi ætíð verið umdeildur innan flokksins og það teljist vart til tíðinda að háttsettir Repúblikanar krefjist þess að hann segi stöðu sinni lausri þá hafa óánægjuraddirnar úr þeirra röðum magnast síðastliðinn sólarhring í kjölfar afhjúpunar Washington Post. Blaðið birti myndband frá árinu 2005 þar sem heyra má auðkýfinginn ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Segist Trump þar meðal annars geta komið fram við þær eins og hann vill - „Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Sjá einnig:Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÞrátt fyrir mikla ólgu í herbúðum Repúblikana í kjölfar birtingarinnar segist Trump alls ekki ætla að hætta í baráttunni. „Ég myndi aldrei draga mig til hlés, ég hef aldrei gert það í lífi mínu,“ sagði forsetaframbjóðandinn í samtali við Washington Post í morgun. Þó að nafntogaðir Repúblikanar á borð við forsetaframbjóðendurna John McCain og Mitt Romney og þingforsetinn Paul Ryan hafi baunað á Trump síðastliðinn sólarhring segist auðkýfingurinn finna fyrir miklum stuðningi. „Fólk hringir í mig í hrönnum og segir að ég ætti ekki að láta hvarfla að mér að hætta baráttunni,“ sagði Trump og bætti við: „Stóra fréttin í þessu er allur stuðningurinn við mig, fólk trúir ekki hvað hann er mikill.“ Næstu forsetakappræður milli Hillary Clinton og Trump verða næstkomandi mánudag. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs búast við því að frambjóðandi demókrataflokksins muni gera sér mat úr þessum ummælum og að Trump muni aftur þurfa að vera í vörn þorra kappræðnanna. Donald Trump sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgun sem heyra má hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15