Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2016 07:00 Árni Páll Árnason vísir/pjetur Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar. „Þetta er seinni starfsáætlunin sem heldur ekki og nú er sú staða komin upp að stjórnin er í raun fallin á tíma,“ segir Árni Páll Árnason. „Stjórnin stendur frammi fyrir því sama og síðasta ríkisstjórn, að klára verður þau mál sem sátt er um en sleppa öðru.“ Eitt hlutverka ÖSE er að hafa eftirlit með kosningum. Hingað til hefur eftirlitið á Íslandi verið smátt í sniðum. Þingmaðurinn segir að það skekki samkeppnina í aðdraganda kosninga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína til að heyja kosningabaráttu á meðan minnihlutinn er staddur á þinginu. „Stjórnarflokkar sem halda þinginu áfram þrátt fyrir að starfsáætlun sé búin, hirða ekki um að sinna lagaskyldum um að vera sjálfir í þinginu, til þess eins að hafa áhrif á möguleika stjórnarandstöðu til að fara í kosningabaráttu, þeir eru ekki að uppfylla lýðræðislegar grundvallarreglur,“ segir Árni Páll. „Ef menn sjá ekki hvers konar rugl er hér í gangi þá blasir það við að við verðum að biðja ÖSE um að senda hingað kosningaeftirlit sambærilegt því sem þekkist í löndum sem við viljum helst ekki bera okkur saman við.“ Þingfundi var frestað ítrekað í gær þar til honum var að lokum slitið klukkan 18. Aðeins dagskrárliðurinn störf þingsins var tekinn til umræðu. Fundur hefur verið boðaður klukkan 10.30 í dag en dagskrá hans er sú sama og á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar. „Þetta er seinni starfsáætlunin sem heldur ekki og nú er sú staða komin upp að stjórnin er í raun fallin á tíma,“ segir Árni Páll Árnason. „Stjórnin stendur frammi fyrir því sama og síðasta ríkisstjórn, að klára verður þau mál sem sátt er um en sleppa öðru.“ Eitt hlutverka ÖSE er að hafa eftirlit með kosningum. Hingað til hefur eftirlitið á Íslandi verið smátt í sniðum. Þingmaðurinn segir að það skekki samkeppnina í aðdraganda kosninga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína til að heyja kosningabaráttu á meðan minnihlutinn er staddur á þinginu. „Stjórnarflokkar sem halda þinginu áfram þrátt fyrir að starfsáætlun sé búin, hirða ekki um að sinna lagaskyldum um að vera sjálfir í þinginu, til þess eins að hafa áhrif á möguleika stjórnarandstöðu til að fara í kosningabaráttu, þeir eru ekki að uppfylla lýðræðislegar grundvallarreglur,“ segir Árni Páll. „Ef menn sjá ekki hvers konar rugl er hér í gangi þá blasir það við að við verðum að biðja ÖSE um að senda hingað kosningaeftirlit sambærilegt því sem þekkist í löndum sem við viljum helst ekki bera okkur saman við.“ Þingfundi var frestað ítrekað í gær þar til honum var að lokum slitið klukkan 18. Aðeins dagskrárliðurinn störf þingsins var tekinn til umræðu. Fundur hefur verið boðaður klukkan 10.30 í dag en dagskrá hans er sú sama og á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40