Mikilvægt að klára lífeyrissjóðsmálið á þessu þingi Sveinn Arnarsson skrifar 5. október 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar. vísir/stefán Mikilvægt er að mati meirihluta fjárlaganefndar að afgreiða lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins þótt óánægju gæti meðal stórra stéttarfélaga. Forsvarsmenn stéttarfélaga komu fyrir fjárlaganefnd í gær þar sem þeir útskýrðu afstöðu sína til frumvarpsins. Þeir telja frumvarpið ekki endurspegla samkomulagið sem undirritað var milli ríkis og stéttarfélaga. Um gríðarlega fjármuni er að ræða.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/pjeturGuðlaugur Þór Þórðarson segir samkomulag milli aðila hafa verið nokkuð skýrt. „Því kom þetta nokkuð á óvart, þetta viðhorf stéttarfélaganna. En nú þarf að setjast yfir þetta,“ segir Guðlaugur. „Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin en kemur líklega til vegna þess hve seint frumvarpið kemur fram,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þetta er tímamótasamkomulag og það þarf að stoppa upp í þetta gat. Ríkið er að koma með inn í þetta um eitt hundrað milljarða króna sem er engin smáupphæð sem hægt er að færa inn í kerfið. Ef einhver annar verður við völd eftir kosningar veldur þetta fjármagn freistnivanda til að nota í eitthvað allt annað.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir mjög ólíklegt að málið fari í gegnum fjárlaganefnd án þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Hún segir skýringar stóru stéttarfélaganna ítarlegar og sýna að það þurfi að gera breytingar á frumvarpinu. Einnig bendir hún á að fjármagnið glatist ekki við að fresta þessu fram yfir áramót. „Ég er ekki að sjá fjármálaráðherra fara með þetta áfram óbreytt því þá kemst þetta ekki í gegnum þingið. Við munum spyrna við fótum í stjórnarandstöðu verði ekki gerðar breytingar,“ segir Bjarkey. „Bjarni hefur sagt að hann vilji gera þetta í sátt og því mun hann að öllum líkindum fara eftir þessum tilmælum,“ bætir hún við. Guðlaugur Þór segir það skipta miklu máli að klára málið á þessu þingi. Nú sé ákveðinn gluggi opinn til að fara í þetta stóra verkefni og að hann lokist um áramót. Því hljóti það að vera keppikefli að ráðast í þetta á þessu þingi og leyfa málinu að fara í gegnum þingið. „Með langtímaáætlun í ríkisfjármálum má ekki vera með halla á ríkissjóði fyrir ákveðið árabil. Nú erum við með nokkur hundruð milljarða afgangs og því mögulegt að veita miklu fé inn í lífeyriskerfið. Ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta aldrei. Ég efast um að það sé vilji fyrir því að skorið verði niður á næstu árum til að gera þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Mikilvægt er að mati meirihluta fjárlaganefndar að afgreiða lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins þótt óánægju gæti meðal stórra stéttarfélaga. Forsvarsmenn stéttarfélaga komu fyrir fjárlaganefnd í gær þar sem þeir útskýrðu afstöðu sína til frumvarpsins. Þeir telja frumvarpið ekki endurspegla samkomulagið sem undirritað var milli ríkis og stéttarfélaga. Um gríðarlega fjármuni er að ræða.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/pjeturGuðlaugur Þór Þórðarson segir samkomulag milli aðila hafa verið nokkuð skýrt. „Því kom þetta nokkuð á óvart, þetta viðhorf stéttarfélaganna. En nú þarf að setjast yfir þetta,“ segir Guðlaugur. „Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin en kemur líklega til vegna þess hve seint frumvarpið kemur fram,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þetta er tímamótasamkomulag og það þarf að stoppa upp í þetta gat. Ríkið er að koma með inn í þetta um eitt hundrað milljarða króna sem er engin smáupphæð sem hægt er að færa inn í kerfið. Ef einhver annar verður við völd eftir kosningar veldur þetta fjármagn freistnivanda til að nota í eitthvað allt annað.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir mjög ólíklegt að málið fari í gegnum fjárlaganefnd án þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Hún segir skýringar stóru stéttarfélaganna ítarlegar og sýna að það þurfi að gera breytingar á frumvarpinu. Einnig bendir hún á að fjármagnið glatist ekki við að fresta þessu fram yfir áramót. „Ég er ekki að sjá fjármálaráðherra fara með þetta áfram óbreytt því þá kemst þetta ekki í gegnum þingið. Við munum spyrna við fótum í stjórnarandstöðu verði ekki gerðar breytingar,“ segir Bjarkey. „Bjarni hefur sagt að hann vilji gera þetta í sátt og því mun hann að öllum líkindum fara eftir þessum tilmælum,“ bætir hún við. Guðlaugur Þór segir það skipta miklu máli að klára málið á þessu þingi. Nú sé ákveðinn gluggi opinn til að fara í þetta stóra verkefni og að hann lokist um áramót. Því hljóti það að vera keppikefli að ráðast í þetta á þessu þingi og leyfa málinu að fara í gegnum þingið. „Með langtímaáætlun í ríkisfjármálum má ekki vera með halla á ríkissjóði fyrir ákveðið árabil. Nú erum við með nokkur hundruð milljarða afgangs og því mögulegt að veita miklu fé inn í lífeyriskerfið. Ef við gerum þetta ekki núna gerum við þetta aldrei. Ég efast um að það sé vilji fyrir því að skorið verði niður á næstu árum til að gera þetta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Segja samkomulagið virt að vettugi KÍ og BSRB segja frumvarp fjármálaráðherra ganga þvert gegn samkomulagi sem skrifað var undir þann 19. september. Verði frumvarpið að lögum gæti það haft mikil neikvæð áhrif á samskipti félaganna við ríkið. 4. október 2016 07:00
Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00
Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15