Spilling er skiljanleg Jón Þór Ólafsson skrifar 1. október 2016 07:00 Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Sjá meira
Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun