SHÍ – „Sex á móti ellefu“ Kristófer Már Maronsson skrifar 21. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Tengdar fréttir LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00 SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00
SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun