Repúblikanar telja að kosningunum sé hagrætt: „Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 23:40 Donald Trump lét þau orð meðal annars falla í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum. „Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag. The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 „Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“ Polls close, but can you believe I lost large numbers of women voters based on made up events THAT NEVER HAPPENED. Media rigging election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar. „Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“Election is being rigged by the media, in a coordinated effort with the Clinton campaign, by putting stories that never happened into news!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum. „Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag. The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 „Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“ Polls close, but can you believe I lost large numbers of women voters based on made up events THAT NEVER HAPPENED. Media rigging election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar. „Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“Election is being rigged by the media, in a coordinated effort with the Clinton campaign, by putting stories that never happened into news!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14