Himnasending Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:01 Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess. En hvað er Vinátta? Það var á vormánuðum 2014, sem við starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gengum manna á milli með græna tösku. Við höfðum trú á því að í töskunni leyndist lykillinn að lausn eineltismála. Við heimsóttum starfsmenn sveitarfélaga og leikskóla, ráðuneyta og háskóla og kynntum innihald töskunnar. Við vildum álit þeirra á því hvort við ættum að framleiða efnið í töskunni til að bjóða leikskólum á Íslandi til notkunar. Alls staðar var sama viðkvæðið; Þetta er einmitt það sem vantar! Hér hófst ævintýrið sem ekki sér fyrir endann á; Hafist var handa við að þýða og staðfæra efnið, sem er danskt að uppruna og Vinátta varð til. Á haustmánuðum 2014 var efnið tilbúið og að loknu námskeiði á okkar vegum tóku sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum að sér tilraunakennslu í rúmt ár. Í kjölfarið var efnið yfirfarið og gefið út að nýju og öllum leikskólum boðið það til notkunar. Nú eru Vináttuleikskólarnir orðnir 50 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn sem sótt hafa námskeið eru á fjórða hundrað. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitafélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau séu öll vel nestuð með forvörnum gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skólabrag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Efnið í töskunni er einstaklega handhægt, auðvelt í notkun og árangursríkt. Allt skólasamfélagið tekur þátt í Vináttu, ekki bara börnin, heldur einnig starfsmenn og foreldrar. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Næsta námskeið vegna Vináttu verður þann 25. október. Leikskólar sem hafa áhuga á að verða Vináttu- leikskólar geta skráð starfsmenn á námskeið með því að hafa samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á: https://www.barnaheill.is/vinatta/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess. En hvað er Vinátta? Það var á vormánuðum 2014, sem við starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gengum manna á milli með græna tösku. Við höfðum trú á því að í töskunni leyndist lykillinn að lausn eineltismála. Við heimsóttum starfsmenn sveitarfélaga og leikskóla, ráðuneyta og háskóla og kynntum innihald töskunnar. Við vildum álit þeirra á því hvort við ættum að framleiða efnið í töskunni til að bjóða leikskólum á Íslandi til notkunar. Alls staðar var sama viðkvæðið; Þetta er einmitt það sem vantar! Hér hófst ævintýrið sem ekki sér fyrir endann á; Hafist var handa við að þýða og staðfæra efnið, sem er danskt að uppruna og Vinátta varð til. Á haustmánuðum 2014 var efnið tilbúið og að loknu námskeiði á okkar vegum tóku sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum að sér tilraunakennslu í rúmt ár. Í kjölfarið var efnið yfirfarið og gefið út að nýju og öllum leikskólum boðið það til notkunar. Nú eru Vináttuleikskólarnir orðnir 50 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn sem sótt hafa námskeið eru á fjórða hundrað. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitafélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau séu öll vel nestuð með forvörnum gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skólabrag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Efnið í töskunni er einstaklega handhægt, auðvelt í notkun og árangursríkt. Allt skólasamfélagið tekur þátt í Vináttu, ekki bara börnin, heldur einnig starfsmenn og foreldrar. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Næsta námskeið vegna Vináttu verður þann 25. október. Leikskólar sem hafa áhuga á að verða Vináttu- leikskólar geta skráð starfsmenn á námskeið með því að hafa samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á: https://www.barnaheill.is/vinatta/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun