Himnasending Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:01 Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess. En hvað er Vinátta? Það var á vormánuðum 2014, sem við starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gengum manna á milli með græna tösku. Við höfðum trú á því að í töskunni leyndist lykillinn að lausn eineltismála. Við heimsóttum starfsmenn sveitarfélaga og leikskóla, ráðuneyta og háskóla og kynntum innihald töskunnar. Við vildum álit þeirra á því hvort við ættum að framleiða efnið í töskunni til að bjóða leikskólum á Íslandi til notkunar. Alls staðar var sama viðkvæðið; Þetta er einmitt það sem vantar! Hér hófst ævintýrið sem ekki sér fyrir endann á; Hafist var handa við að þýða og staðfæra efnið, sem er danskt að uppruna og Vinátta varð til. Á haustmánuðum 2014 var efnið tilbúið og að loknu námskeiði á okkar vegum tóku sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum að sér tilraunakennslu í rúmt ár. Í kjölfarið var efnið yfirfarið og gefið út að nýju og öllum leikskólum boðið það til notkunar. Nú eru Vináttuleikskólarnir orðnir 50 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn sem sótt hafa námskeið eru á fjórða hundrað. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitafélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau séu öll vel nestuð með forvörnum gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skólabrag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Efnið í töskunni er einstaklega handhægt, auðvelt í notkun og árangursríkt. Allt skólasamfélagið tekur þátt í Vináttu, ekki bara börnin, heldur einnig starfsmenn og foreldrar. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Næsta námskeið vegna Vináttu verður þann 25. október. Leikskólar sem hafa áhuga á að verða Vináttu- leikskólar geta skráð starfsmenn á námskeið með því að hafa samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á: https://www.barnaheill.is/vinatta/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess. En hvað er Vinátta? Það var á vormánuðum 2014, sem við starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gengum manna á milli með græna tösku. Við höfðum trú á því að í töskunni leyndist lykillinn að lausn eineltismála. Við heimsóttum starfsmenn sveitarfélaga og leikskóla, ráðuneyta og háskóla og kynntum innihald töskunnar. Við vildum álit þeirra á því hvort við ættum að framleiða efnið í töskunni til að bjóða leikskólum á Íslandi til notkunar. Alls staðar var sama viðkvæðið; Þetta er einmitt það sem vantar! Hér hófst ævintýrið sem ekki sér fyrir endann á; Hafist var handa við að þýða og staðfæra efnið, sem er danskt að uppruna og Vinátta varð til. Á haustmánuðum 2014 var efnið tilbúið og að loknu námskeiði á okkar vegum tóku sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum að sér tilraunakennslu í rúmt ár. Í kjölfarið var efnið yfirfarið og gefið út að nýju og öllum leikskólum boðið það til notkunar. Nú eru Vináttuleikskólarnir orðnir 50 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn sem sótt hafa námskeið eru á fjórða hundrað. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitafélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau séu öll vel nestuð með forvörnum gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skólabrag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Efnið í töskunni er einstaklega handhægt, auðvelt í notkun og árangursríkt. Allt skólasamfélagið tekur þátt í Vináttu, ekki bara börnin, heldur einnig starfsmenn og foreldrar. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Næsta námskeið vegna Vináttu verður þann 25. október. Leikskólar sem hafa áhuga á að verða Vináttu- leikskólar geta skráð starfsmenn á námskeið með því að hafa samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á: https://www.barnaheill.is/vinatta/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun