Hinseginfræðsla fyrir verðandi heilbrigðisstarfsmenn Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir skrifar 14. október 2016 17:20 Hinseginfræðsla er ekki hluti af grunnnámi í læknisfræði né í öðrum greinum heilbrigðisvísindasviðs, heldur þurfa nemendur að sækjast eftir henni sjálfir. Nemar í læknisfræði njóta góðs af því að Ástráður forvarnastarf læknanema, skipuleggur forvarnaviku fyrir 2. árs nema í samstarfi með Læknadeild þar sem fengnir eru fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar sem tengist kynlífi, kynverund og kynsjúkdómum. Þessa forvarna viku skipuleggja læknanemarnir sjálfir og hefur hinseginfræðsla tilheyrt vikunni seinustu ár. Þessi fræðsla hefur reynst læknanemum vel en í óformlegri könnun sem lögð var fyrir læknanema og aðra nema á heilbrigðisvísindasviði töldu tæplega 80% að hinseginfræðslu samtakanna hefði aukið þekkingu sína á hinsegin málefnum. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á Íslandi þá á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það þýðir að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Auk þess skal heilbrigðisstarfsmaður leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Að því sögðu má spyrja sig hvernig hinsegin fólki farnist innan heilbrigðiskerfisins og hvort þekking á hinsegin málefnum meðal heilbrigðisstarfsmanna sé nægileg til að tryggja sem fullkomnasta heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp einstaklinga? Í fyrrnefndri könnun þóttu aðeins 27% af 186 svarendum á heilbrigðisvísindasviði að þeir hafi fengið nægilega fræðslu um hinsegin málefni. Hinsvegar töldu um 87% að þekking á meðal starfsfólks á hinsegin málefnum myndi auka gæði heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin fólk auk þess sem 86% var sammála því að hinseginfræðsla ætti að vera hluti af háskólanámi heilbrigðisstarfsfólks. Hinsegin fólk eins og hvert annað fólk þarf á heilbrigðisþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti. Ákveðnir hinsegin hópar þurfa hinsvegar á viðvarandi heilbrigðisþjónustu að halda. Sumt trans fólk, sem er fólk sem upplifir sig ekki í því kyni sem því var úthlutað við fæðingu, kýs að fara í kynleiðréttingarferli en mikill hluti þess á sér stað innan heilbrigðiskerfisins og hormónameðferð er ævilangt. Intersex fólk þarf einnig oft á langvarandi meðferð að halda t.d. vegna hormóna vanstarfsemi/ofstarfsemi. Intersex fólk er fólk með ódæmigerð kyneinkenni fyrir karl eða konu þar sem kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta. Þó svo að við megum vera mjög stolt af okkar heilbrigðiskerfi og starfsmönnum þá er það staðreynd að hinsegin fólk og sér í lagi trans og intersex fólk verður fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu. Forræðishyggja, fordómar og fáfræði eru helsta uppspretta þessarar mismununar. Forræðishyggja að því leiti að til þess að trans fólk í kynleiðréttingarferli geti fengið nafnabreytingu, hormón og undirgengist skurðaðgerðir þá þarf teymi á Landspítala að greina einstaklinginn með kynáttunarvanda (geðgreining) og meta hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Þessi skilyrði gefa ekki mikið svigrúm fyrir fólk sem upplifir sig ekki eingöngu sem karl eða konu og ýta undir tvíhyggju kynjakerfi, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012 þar sem eingöngu er gert ráð fyrir tveimur kynjum. Intersex fólk getur líka lent í forræðishyggju þ.e. lenda í því að sæta óþarfa inngrip. Til dæmis hafa ungabörn með óræð kynfæri verið látin undirgangast óþarfa aðgerðir á kynfærum þeirra án læknisfræðilegra ástæðna. Þessar aðgerðir eru því einungis gerðar til að normalísera útlit þeirra og geta ollið varanlegan skaða á kynfærum. Fordómar gagnvart hinsegin fólki innan heilbrigðiskerfisins eru þakkanlega oftast ómeðvitaðir og stafa líklegast aðallega af fáfræði. Dæmi um þetta er að oft er gert ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður og cískynja (s.s. ekki trans) þar til annað sannast. Fræðsla er sterkasta vopnið sem við höfum í baráttu við fordóma. Fordómar eru oftast sprottnir af þekkingarskorti sem gerir fólki erfitt að setja sig í spor annarra. Hér er því mikið svigrúm til að gera betur í að fræða heilbrigðisstarfsfólk um hinsegin málefni, veruleika og hugtök. Í margnefndri könnun skoraði sá hópur nemanda sem hafði fengið hinseginfræðslu marktækt hærra á hinseginþekkingu heldur en þeir sem höfðu ekki fengið fræðslu. Þeir mátu sig einnig betur í stakk búna til að taka á móti hinsegin fólki án nokkurra vandkvæða. Það er því ljóst að hinseginfræðsla er mikilvægt tól til að bæta heilbrigðisþjónustu og með eflingu hinseginfræðslu í háskólanámi verðandi heilbrigðisstarfsmanna væri mikill sigur hafinn.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinseginfræðsla er ekki hluti af grunnnámi í læknisfræði né í öðrum greinum heilbrigðisvísindasviðs, heldur þurfa nemendur að sækjast eftir henni sjálfir. Nemar í læknisfræði njóta góðs af því að Ástráður forvarnastarf læknanema, skipuleggur forvarnaviku fyrir 2. árs nema í samstarfi með Læknadeild þar sem fengnir eru fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar sem tengist kynlífi, kynverund og kynsjúkdómum. Þessa forvarna viku skipuleggja læknanemarnir sjálfir og hefur hinseginfræðsla tilheyrt vikunni seinustu ár. Þessi fræðsla hefur reynst læknanemum vel en í óformlegri könnun sem lögð var fyrir læknanema og aðra nema á heilbrigðisvísindasviði töldu tæplega 80% að hinseginfræðslu samtakanna hefði aukið þekkingu sína á hinsegin málefnum. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á Íslandi þá á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það þýðir að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Auk þess skal heilbrigðisstarfsmaður leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Að því sögðu má spyrja sig hvernig hinsegin fólki farnist innan heilbrigðiskerfisins og hvort þekking á hinsegin málefnum meðal heilbrigðisstarfsmanna sé nægileg til að tryggja sem fullkomnasta heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp einstaklinga? Í fyrrnefndri könnun þóttu aðeins 27% af 186 svarendum á heilbrigðisvísindasviði að þeir hafi fengið nægilega fræðslu um hinsegin málefni. Hinsvegar töldu um 87% að þekking á meðal starfsfólks á hinsegin málefnum myndi auka gæði heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin fólk auk þess sem 86% var sammála því að hinseginfræðsla ætti að vera hluti af háskólanámi heilbrigðisstarfsfólks. Hinsegin fólk eins og hvert annað fólk þarf á heilbrigðisþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti. Ákveðnir hinsegin hópar þurfa hinsvegar á viðvarandi heilbrigðisþjónustu að halda. Sumt trans fólk, sem er fólk sem upplifir sig ekki í því kyni sem því var úthlutað við fæðingu, kýs að fara í kynleiðréttingarferli en mikill hluti þess á sér stað innan heilbrigðiskerfisins og hormónameðferð er ævilangt. Intersex fólk þarf einnig oft á langvarandi meðferð að halda t.d. vegna hormóna vanstarfsemi/ofstarfsemi. Intersex fólk er fólk með ódæmigerð kyneinkenni fyrir karl eða konu þar sem kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta. Þó svo að við megum vera mjög stolt af okkar heilbrigðiskerfi og starfsmönnum þá er það staðreynd að hinsegin fólk og sér í lagi trans og intersex fólk verður fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu. Forræðishyggja, fordómar og fáfræði eru helsta uppspretta þessarar mismununar. Forræðishyggja að því leiti að til þess að trans fólk í kynleiðréttingarferli geti fengið nafnabreytingu, hormón og undirgengist skurðaðgerðir þá þarf teymi á Landspítala að greina einstaklinginn með kynáttunarvanda (geðgreining) og meta hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Þessi skilyrði gefa ekki mikið svigrúm fyrir fólk sem upplifir sig ekki eingöngu sem karl eða konu og ýta undir tvíhyggju kynjakerfi, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012 þar sem eingöngu er gert ráð fyrir tveimur kynjum. Intersex fólk getur líka lent í forræðishyggju þ.e. lenda í því að sæta óþarfa inngrip. Til dæmis hafa ungabörn með óræð kynfæri verið látin undirgangast óþarfa aðgerðir á kynfærum þeirra án læknisfræðilegra ástæðna. Þessar aðgerðir eru því einungis gerðar til að normalísera útlit þeirra og geta ollið varanlegan skaða á kynfærum. Fordómar gagnvart hinsegin fólki innan heilbrigðiskerfisins eru þakkanlega oftast ómeðvitaðir og stafa líklegast aðallega af fáfræði. Dæmi um þetta er að oft er gert ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður og cískynja (s.s. ekki trans) þar til annað sannast. Fræðsla er sterkasta vopnið sem við höfum í baráttu við fordóma. Fordómar eru oftast sprottnir af þekkingarskorti sem gerir fólki erfitt að setja sig í spor annarra. Hér er því mikið svigrúm til að gera betur í að fræða heilbrigðisstarfsfólk um hinsegin málefni, veruleika og hugtök. Í margnefndri könnun skoraði sá hópur nemanda sem hafði fengið hinseginfræðslu marktækt hærra á hinseginþekkingu heldur en þeir sem höfðu ekki fengið fræðslu. Þeir mátu sig einnig betur í stakk búna til að taka á móti hinsegin fólki án nokkurra vandkvæða. Það er því ljóst að hinseginfræðsla er mikilvægt tól til að bæta heilbrigðisþjónustu og með eflingu hinseginfræðslu í háskólanámi verðandi heilbrigðisstarfsmanna væri mikill sigur hafinn.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun