Konur saka Trump um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 07:40 Donald Trump. Vísir/Getty Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira