Alþjóðlegi sjónverndardagurinn Estella D. Björnsson skrifar 13. október 2016 07:00 Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Estella D. Björnsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar