Íslenskar konur opna sig um kynferðisofbeldi eftir ummæli Trump Anton Egilsson skrifar 10. október 2016 22:40 Donald Trump kveikti víða bál með ummælum sem láku á netið á föstudag. Vísir/EPA Á annan tug íslenskra kvenna hefur deilt frásögnum af fyrstu upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi á samskiptavefnum Twitter. Frásagnirnar hófu að streyma inn í kjölfar þess að Hildur Lillendahl benti á tíst hinnar kanadísku Kelly Oxford þar sem hún hvatti konur til að deila sögu sinni. Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hófu fjölmargar konur að segja frá sinni upplifun. Sagði hún frá því í öðru tísti fjórtán klukkustundum síðar að hún hefði fengið sendar að lágmarki 50 frásagnir á hverri mínútu frá því að tíst hennar fór í loftið. Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.Trump var krafinn svaraMikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar. Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Á annan tug íslenskra kvenna hefur deilt frásögnum af fyrstu upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi á samskiptavefnum Twitter. Frásagnirnar hófu að streyma inn í kjölfar þess að Hildur Lillendahl benti á tíst hinnar kanadísku Kelly Oxford þar sem hún hvatti konur til að deila sögu sinni. Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hófu fjölmargar konur að segja frá sinni upplifun. Sagði hún frá því í öðru tísti fjórtán klukkustundum síðar að hún hefði fengið sendar að lágmarki 50 frásagnir á hverri mínútu frá því að tíst hennar fór í loftið. Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.Trump var krafinn svaraMikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar. Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07