Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2016 06:45 Jón Gunnarsson vonar að farsæl lausn finnist á málinu. vísir/pjetur Óljóst er hvað verður um frumvarp iðnaðarráðherra sem heimilar Landsneti að leggja raflínur frá Kröflustöð að Bakka. Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Skútustaðahreppur gaf leyfið út í apríl. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hefði brotið gegn náttúru-, skipulags- og stjórnsýslulögum.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra.vísir/ernirSíðustu daga hefur frumvarpið verið eitt helsta bitbein þingmanna. „Það er ljóst að forsendurnar, sem liggja að baki frumvarpinu, eru í uppnámi. Meirihlutinn verður að endurmeta málið frá grunni. Þá væri eðlilegast, og í samræmi við gott réttarríki, að leyfa úrskurðarnefndinni að hafa sinn gang,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Úrskurðurinn tekur til eins þáttar í mjög stórri framkvæmd og eftir sem áður eru mjög ríkir almannahagsmunir að málið haldi áfram,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Hann segir að enn eigi eftir að skýrast hvort frumvarpið taki breytingum í kjölfar úrskurðarins. „Þessu máli var ýtt úr vör af síðustu ríkisstjórn og ég trúi ekki öðru en að þingið nái saman um viðunandi niðurstöðu.“ Snorri Baldursson, formaður Landverndar, fagnar niðurstöðunni. „Þetta er sigur fyrir náttúru Íslands og umhverfisverndarsamtök.“ Guðmundir Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að farið verði yfir úrskurðinn á komandi dögum og næstu skref ákveðin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Óljóst er hvað verður um frumvarp iðnaðarráðherra sem heimilar Landsneti að leggja raflínur frá Kröflustöð að Bakka. Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Skútustaðahreppur gaf leyfið út í apríl. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hefði brotið gegn náttúru-, skipulags- og stjórnsýslulögum.Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra.vísir/ernirSíðustu daga hefur frumvarpið verið eitt helsta bitbein þingmanna. „Það er ljóst að forsendurnar, sem liggja að baki frumvarpinu, eru í uppnámi. Meirihlutinn verður að endurmeta málið frá grunni. Þá væri eðlilegast, og í samræmi við gott réttarríki, að leyfa úrskurðarnefndinni að hafa sinn gang,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Úrskurðurinn tekur til eins þáttar í mjög stórri framkvæmd og eftir sem áður eru mjög ríkir almannahagsmunir að málið haldi áfram,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Hann segir að enn eigi eftir að skýrast hvort frumvarpið taki breytingum í kjölfar úrskurðarins. „Þessu máli var ýtt úr vör af síðustu ríkisstjórn og ég trúi ekki öðru en að þingið nái saman um viðunandi niðurstöðu.“ Snorri Baldursson, formaður Landverndar, fagnar niðurstöðunni. „Þetta er sigur fyrir náttúru Íslands og umhverfisverndarsamtök.“ Guðmundir Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að farið verði yfir úrskurðinn á komandi dögum og næstu skref ákveðin í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31
Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. 4. október 2016 20:15
Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42
Kæra lagasetningu á Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 4. október 2016 07:00