Kvikmyndin Guðleysi fékk aðal verðlaunin á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2016 12:30 Frá lokahóf RIFF. Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fór fram í Hvalasafninu á laugardagskvöldið. Þá var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar. Myndin Guðleysi / Bezbog / Godless (BUL/DEN/FRA) í leikstjórn Ralitza Petrova hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Myndin var hluti af keppnisflokknum Vitranir / New Visions þar sem ellefu myndir kepptu um verðlaunin. Flokkinn skipuðu ellefu myndir sem eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Að auki hlaut myndin Risinn / Jätten / The Giant (SWE/DEN) í leikstjórn Johannes Nyholm úr flokknum Vitranir / New Visions sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Myndin Eyjarnar og hvalirnir / The Islands and the Whales (FRO/SCO) í leikstjórn Mike Day var sigurmynd flokksins Önnur Framtíð / A Different Tomorrow. Í þeim flokki mátti finna tólf áhrifamiklar heimildamyndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mannréttinda- og umhverfismál. Myndin Ungar / Cubs (ICE/USA) í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin. Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokki erlendra stuttmynda og var það myndin Heima / Home (UK/KOS) í leikstjórn Daniel Mulloy sem hlaut þau. Myndin Herra Gaga / Mr. Gaga (ISR/SWE/GER/NED) í leikstjórn Tomer Heyman hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og kemur hún úr heimildamyndaflokki hátíðarinnar. Kosið var um áhorfendaverðlaunin á vefsíðunni Mbl.is og kepptu þar myndir úr heimildamyndaflokki og Fyrir opnu hafi / Open Seas flokki hátíðarinnar. Loks hlaut myndin Hertoginn / The Duke (USA) í leikstjórn Max Barbakow Gullna eggið, viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjóra. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fór fram í Hvalasafninu á laugardagskvöldið. Þá var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar. Myndin Guðleysi / Bezbog / Godless (BUL/DEN/FRA) í leikstjórn Ralitza Petrova hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Myndin var hluti af keppnisflokknum Vitranir / New Visions þar sem ellefu myndir kepptu um verðlaunin. Flokkinn skipuðu ellefu myndir sem eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar. Að auki hlaut myndin Risinn / Jätten / The Giant (SWE/DEN) í leikstjórn Johannes Nyholm úr flokknum Vitranir / New Visions sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Myndin Eyjarnar og hvalirnir / The Islands and the Whales (FRO/SCO) í leikstjórn Mike Day var sigurmynd flokksins Önnur Framtíð / A Different Tomorrow. Í þeim flokki mátti finna tólf áhrifamiklar heimildamyndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mannréttinda- og umhverfismál. Myndin Ungar / Cubs (ICE/USA) í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin. Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokki erlendra stuttmynda og var það myndin Heima / Home (UK/KOS) í leikstjórn Daniel Mulloy sem hlaut þau. Myndin Herra Gaga / Mr. Gaga (ISR/SWE/GER/NED) í leikstjórn Tomer Heyman hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og kemur hún úr heimildamyndaflokki hátíðarinnar. Kosið var um áhorfendaverðlaunin á vefsíðunni Mbl.is og kepptu þar myndir úr heimildamyndaflokki og Fyrir opnu hafi / Open Seas flokki hátíðarinnar. Loks hlaut myndin Hertoginn / The Duke (USA) í leikstjórn Max Barbakow Gullna eggið, viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjóra.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira