Hart tekist á í kappræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2016 07:54 Frá kappræðunum í nótt. Vísir/AFP Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira