Jöfn tækifæri Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Við kjósum á óvenjulegum tíma. Panama-skjölin opnuðu augu margra fyrir misskiptingu í samfélaginu þar sem fámennur hópur hefur nýtt sér aflandsfélög í skattaskjólum til að geyma eignir sínar og fjármuni og kosið að spila eftir öðrum leikreglum en allur almenningur. Misskipting gæðanna er grundvallaratriði í stjórnmálum samtímans. Efnahagsbatinn undanfarin ár hefur sem betur fer skilað því að margir hafa það betra nú en í kjölfar hrunsins. Því miður hefur tækifærið ekki verið nýtt til að tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu heldur hefur áherslan verið á að létta skattbyrðinni af þeim efnameiri. Því miður eru teikn á lofti um að ójöfnuður aukist á ný. Ríkustu tíu prósentin eiga tvo þriðju alls auðs og ríkasta eina prósentið tekur til sín nær helming fjármagnstekna. Þetta er óheillaþróun. Ekki aðeins vegna þess að jöfnuður er réttlætismál heldur líka vegna þess að þeim samfélögum vegnar best þar sem efnahagsleg hagsæld er mest. Við í Vinstri-grænum höfum að leiðarljósi að það sé hlutverk stjórnmálanna að tryggja öllum jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri þýða að við forgangsröðum því að gera aðgerðaáætlun um loftslagsbreytingar því að við viljum að komandi kynslóðir hafi sömu möguleika og þær sem nú lifa. Umhverfissjónarmið þurfa að vera undirliggjandi við alla ákvarðanatöku hins opinbera og tryggja þannig að hagkerfið verði raunverulega grænt og að við náum árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Jöfn tækifæri þýða að það þarf að gera skattkerfið réttlátara og fara í raunverulegt átak gegn skattaundanskotum og skattsvikum. Jöfn tækifæri þýða líka að það á ekki að skipta máli hvort maður er karl eða kona. Það er með öllu óviðunandi að enn tíðkist óútskýrður launamunur, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Jöfn tækifæri þýða líka að það þarf að bæta kjör þeirra hópa sem hafa setið eftir, eins og aldraðra og öryrkja, og tryggja að launaþróun þessara hópa fylgi almennri launaþróun. Jöfn tækifæri snúast um að enginn á að þurfa að neita sér um læknisþjónustu og lyf og þess vegna þarf að létta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum og forgangsraða á göngudeildum sjúkrahúsanna og heilsugæslunni. Jöfn tækifæri snúast líka um að allir geti sótt sér menntun. Því miður hafa framhaldsskólar og háskólar setið eftir í fjárveitingum. Við eigum að blása til sóknar í skólamálum og undirbúa okkur þannig undir framtíðina. Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á sjálfstæða og skapandi hugsun og þar munu skólarnir skipta höfuðmáli. Þaðan munu spretta enn fleiri sprotar í þekkingariðnaði og nýsköpun. Við höfum tækifæri á laugardaginn til að hafa áhrif á þróun samfélagsins okkar. Tryggja að langtímahugsun ráði ferð og allar ákvarðanir muni stuðla að auknum jöfnuði, sjálfbærni og réttlæti. Nýtum atkvæðisréttinn og breytum samfélaginu til hins betra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Við kjósum á óvenjulegum tíma. Panama-skjölin opnuðu augu margra fyrir misskiptingu í samfélaginu þar sem fámennur hópur hefur nýtt sér aflandsfélög í skattaskjólum til að geyma eignir sínar og fjármuni og kosið að spila eftir öðrum leikreglum en allur almenningur. Misskipting gæðanna er grundvallaratriði í stjórnmálum samtímans. Efnahagsbatinn undanfarin ár hefur sem betur fer skilað því að margir hafa það betra nú en í kjölfar hrunsins. Því miður hefur tækifærið ekki verið nýtt til að tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu heldur hefur áherslan verið á að létta skattbyrðinni af þeim efnameiri. Því miður eru teikn á lofti um að ójöfnuður aukist á ný. Ríkustu tíu prósentin eiga tvo þriðju alls auðs og ríkasta eina prósentið tekur til sín nær helming fjármagnstekna. Þetta er óheillaþróun. Ekki aðeins vegna þess að jöfnuður er réttlætismál heldur líka vegna þess að þeim samfélögum vegnar best þar sem efnahagsleg hagsæld er mest. Við í Vinstri-grænum höfum að leiðarljósi að það sé hlutverk stjórnmálanna að tryggja öllum jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri þýða að við forgangsröðum því að gera aðgerðaáætlun um loftslagsbreytingar því að við viljum að komandi kynslóðir hafi sömu möguleika og þær sem nú lifa. Umhverfissjónarmið þurfa að vera undirliggjandi við alla ákvarðanatöku hins opinbera og tryggja þannig að hagkerfið verði raunverulega grænt og að við náum árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Jöfn tækifæri þýða að það þarf að gera skattkerfið réttlátara og fara í raunverulegt átak gegn skattaundanskotum og skattsvikum. Jöfn tækifæri þýða líka að það á ekki að skipta máli hvort maður er karl eða kona. Það er með öllu óviðunandi að enn tíðkist óútskýrður launamunur, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Jöfn tækifæri þýða líka að það þarf að bæta kjör þeirra hópa sem hafa setið eftir, eins og aldraðra og öryrkja, og tryggja að launaþróun þessara hópa fylgi almennri launaþróun. Jöfn tækifæri snúast um að enginn á að þurfa að neita sér um læknisþjónustu og lyf og þess vegna þarf að létta gjaldtöku af sjúklingum í áföngum og forgangsraða á göngudeildum sjúkrahúsanna og heilsugæslunni. Jöfn tækifæri snúast líka um að allir geti sótt sér menntun. Því miður hafa framhaldsskólar og háskólar setið eftir í fjárveitingum. Við eigum að blása til sóknar í skólamálum og undirbúa okkur þannig undir framtíðina. Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á sjálfstæða og skapandi hugsun og þar munu skólarnir skipta höfuðmáli. Þaðan munu spretta enn fleiri sprotar í þekkingariðnaði og nýsköpun. Við höfum tækifæri á laugardaginn til að hafa áhrif á þróun samfélagsins okkar. Tryggja að langtímahugsun ráði ferð og allar ákvarðanir muni stuðla að auknum jöfnuði, sjálfbærni og réttlæti. Nýtum atkvæðisréttinn og breytum samfélaginu til hins betra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun