Forsendur ferðaþjónustu og stefna VG Jakob S. Jónsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: „Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúru landsins skal sýnd nærgætni og virðing, enda er hún einstök; hún er enn í sköpun og mótun og er sem slík áhugavert lærdómsefni bæði okkur heimamönnum og ferðamönnum sem koma frá eldri og grónari löndum. Náttúra Íslands er ekki eingöngu landið heldur líka hafið umhverfis og lífríki þess, sem er nálægt sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þeir sem til þekkja segja að við höfum þekkingu á u.þ.b. 5% þess, sem býr í hafinu, annað er okkur ennþá hulið. Það er gríðarleg áskorun að takast á við að auka þekkingu okkar á þessum leyndardómi sem er umhverfis landið okkar og gera þá þekkingu aðgengilega okkur sjálfum og erlendum gestum okkar. Ísland á alla möguleika á því að vera leiðandi þegar kemur að því að veita ferðaþjónustu tilgang umfram afþreyingu. Einkafyrirtæki eru þegar farin að leggja grunn að ferðaþjónustu sem hefur vistkerfið og fjölbreytileik lífríkisins sem viðfangsefni sitt. Sú ferðaþjónusta er í mótun og nú þurfa stjórnvöld að koma á móti með markvissri ferðamálastefnu, sem gerir ráð fyrir eflingu rannsókna á lífríki lands og sjávar, náttúruvernd sem forsendu ferðaþjónustu, eflingu landvörslu og orkuskiptum í samgöngum. Auk þess þarf að stórauka menntun á öllum skólastigum um sérstöðu landsins, vistkerfi þess og haldbæra móttöku ferðamanna. Kannanir sýna að ferðamenn sækja í auknum mæli í menningu lands og sögu og hér eiga allar byggðir lands sóknartækifæri. Ferðaþjónusta, sem byggir á list og sögu verður ekki efld nema á forsendum hverrar byggðar og með því að heimafólk á hverjum stað sé í forsvari fyrir uppbyggingu og skipulagi slíkrar ferðaþjónustu. Hið opinbera þarf að tryggja að stofnanaumgjörðin þjóni þeirri uppbyggingu. Uppbygging af þessu tagi kallar á fagmenntuð störf í leiðsögn og fræðslu, gjarnan í samræmi við evrópustaðal um leiðsögunám, sem segir að leiðsögumaðurinn sé túlkandi landsins, náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar. Þá þarf að tryggja að skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna séu ávallt með íslenskri leiðsögn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill ferðaþjónustu sem byggir á samvinnu aðila í atvinnugreininni enda snýst ferðaþjónusta um að fólk vinni fyrir fólk. Íslensk ferðaþjónusta hefur allt sem þarf til að verða samfélagsafl í þágu jákvæðrar atvinnuuppbyggingar, náttúruverndar og betra mannlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: „Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúru landsins skal sýnd nærgætni og virðing, enda er hún einstök; hún er enn í sköpun og mótun og er sem slík áhugavert lærdómsefni bæði okkur heimamönnum og ferðamönnum sem koma frá eldri og grónari löndum. Náttúra Íslands er ekki eingöngu landið heldur líka hafið umhverfis og lífríki þess, sem er nálægt sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þeir sem til þekkja segja að við höfum þekkingu á u.þ.b. 5% þess, sem býr í hafinu, annað er okkur ennþá hulið. Það er gríðarleg áskorun að takast á við að auka þekkingu okkar á þessum leyndardómi sem er umhverfis landið okkar og gera þá þekkingu aðgengilega okkur sjálfum og erlendum gestum okkar. Ísland á alla möguleika á því að vera leiðandi þegar kemur að því að veita ferðaþjónustu tilgang umfram afþreyingu. Einkafyrirtæki eru þegar farin að leggja grunn að ferðaþjónustu sem hefur vistkerfið og fjölbreytileik lífríkisins sem viðfangsefni sitt. Sú ferðaþjónusta er í mótun og nú þurfa stjórnvöld að koma á móti með markvissri ferðamálastefnu, sem gerir ráð fyrir eflingu rannsókna á lífríki lands og sjávar, náttúruvernd sem forsendu ferðaþjónustu, eflingu landvörslu og orkuskiptum í samgöngum. Auk þess þarf að stórauka menntun á öllum skólastigum um sérstöðu landsins, vistkerfi þess og haldbæra móttöku ferðamanna. Kannanir sýna að ferðamenn sækja í auknum mæli í menningu lands og sögu og hér eiga allar byggðir lands sóknartækifæri. Ferðaþjónusta, sem byggir á list og sögu verður ekki efld nema á forsendum hverrar byggðar og með því að heimafólk á hverjum stað sé í forsvari fyrir uppbyggingu og skipulagi slíkrar ferðaþjónustu. Hið opinbera þarf að tryggja að stofnanaumgjörðin þjóni þeirri uppbyggingu. Uppbygging af þessu tagi kallar á fagmenntuð störf í leiðsögn og fræðslu, gjarnan í samræmi við evrópustaðal um leiðsögunám, sem segir að leiðsögumaðurinn sé túlkandi landsins, náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar. Þá þarf að tryggja að skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna séu ávallt með íslenskri leiðsögn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill ferðaþjónustu sem byggir á samvinnu aðila í atvinnugreininni enda snýst ferðaþjónusta um að fólk vinni fyrir fólk. Íslensk ferðaþjónusta hefur allt sem þarf til að verða samfélagsafl í þágu jákvæðrar atvinnuuppbyggingar, náttúruverndar og betra mannlífs.
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar