Í bullandi mótsögn? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 27. október 2016 14:28 Fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er erfið. Eitt helsta baráttumál Sambands íslenskra sveitarfélaga er að tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð í ljósi nýrra verkefna og aukinna krafna um þjónustu. Sjálfstæðismenn svara því til þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir ætli að styrkja tekjustofna sveitarfélaga að slíkt standi ekki til. Sjálfstæðisflokkurinn svarar því til að tekjustofnar sveitarfélaga hafi styrkts og ekki standi til að auka álögur á íbúa. Sveitarfélög verði einfaldlega að forgangsraða! Nú veit ég ekki hvernig Sjálfstæðismenn fá það út að það að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga feli í sér auknar álögur á íbúa. Spurningin snýst ekki um það heldur því hvernig þeim sköttum sem nú þegar eru innheimtir er skipt á sanngjarnan hátt þannig að þeir dugi til að fjármagna þau verkefni sem fyrir liggja. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti Sjálfstæðismanna í borginni skrifar grein í málgagnið þar sem hann varar við því að sömu flokkar og séu í meirihluta í Reykjavíkurborg taki við stjórn landsmálanna. Hann heldur því fram að Reykjavíkurborg sé illa rekið sveitarfélag, þegar hann veit fullvel í stöðu sinni sem formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er slæm. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að nýjum verkefnum hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn. Við þurfum að stokka spilin upp á nýtt og tryggja fjármagn í grunnþjónustu sveitarfélaga. Sum sveitarfélög standa betur á meðan önnur undir stjórn Sjálfstæðismanna hafa fengið skipaða yfir sig fjárhaldsstjórn. Ég býð spennt eftir gagnrýni frá formanni Sambands Íslenskra Sveitarfélaga á þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að ekki standi til að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Annars hlýtur formðurinn að ganga gegn helsta baráttumáli Sambandsins um að kökunni verði skipt upp á nýtt þannnig að hægt sé að tryggja nauðsynlega grunnþjónustu sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er erfið. Eitt helsta baráttumál Sambands íslenskra sveitarfélaga er að tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð í ljósi nýrra verkefna og aukinna krafna um þjónustu. Sjálfstæðismenn svara því til þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir ætli að styrkja tekjustofna sveitarfélaga að slíkt standi ekki til. Sjálfstæðisflokkurinn svarar því til að tekjustofnar sveitarfélaga hafi styrkts og ekki standi til að auka álögur á íbúa. Sveitarfélög verði einfaldlega að forgangsraða! Nú veit ég ekki hvernig Sjálfstæðismenn fá það út að það að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga feli í sér auknar álögur á íbúa. Spurningin snýst ekki um það heldur því hvernig þeim sköttum sem nú þegar eru innheimtir er skipt á sanngjarnan hátt þannig að þeir dugi til að fjármagna þau verkefni sem fyrir liggja. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti Sjálfstæðismanna í borginni skrifar grein í málgagnið þar sem hann varar við því að sömu flokkar og séu í meirihluta í Reykjavíkurborg taki við stjórn landsmálanna. Hann heldur því fram að Reykjavíkurborg sé illa rekið sveitarfélag, þegar hann veit fullvel í stöðu sinni sem formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga að fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er slæm. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að nýjum verkefnum hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn. Við þurfum að stokka spilin upp á nýtt og tryggja fjármagn í grunnþjónustu sveitarfélaga. Sum sveitarfélög standa betur á meðan önnur undir stjórn Sjálfstæðismanna hafa fengið skipaða yfir sig fjárhaldsstjórn. Ég býð spennt eftir gagnrýni frá formanni Sambands Íslenskra Sveitarfélaga á þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að ekki standi til að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Annars hlýtur formðurinn að ganga gegn helsta baráttumáli Sambandsins um að kökunni verði skipt upp á nýtt þannnig að hægt sé að tryggja nauðsynlega grunnþjónustu sveitarfélaga.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun