Hvar eru Skútustaðagígar? Kári Jónasson skrifar 21. október 2016 07:00 Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði „leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Skútustaðagígar handan vegarins við hótelið. Svo spurði hann um hitt og þetta í Mývatnssveit, og ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að ganga yfir í Dimmuborgir og þaðan upp í Námaskarð og að Hverarönd.Algjörlega skipulagslaust Þetta er svolítið lýsandi dæmi um hvernig ferðamennskan gengur fyrir sig á okkar ástkæra ylhýra landi í dag. Hingað velta inn hundruð þúsunda ferðamanna í hópum og fara um landið algjörlega skipulagslaust. Það getur hver sem er komið hingað með hóp og þóst vera leiðsögumaður, og enginn segir eitt eða neitt. Það getur verið mjög fróðlegt að heyra frásagnir rútubílstjóra sem fara með erlenda ferðamenn um landið án íslenskra leiðsögumanna. Þá eru gjarnan svokallaðir leiðsögumenn með, sem hafa kannski farið á hraðnámskeið erlendis um það hvað sé að sjá á hringferð um landið.Oft vitni að misjöfnu Rútubílstjórarnir eru þá oft vitni að ýmsu misjöfnu hjá þessum svokölluðu leiðsögumönnum og segja frá því að þeir taki t.d. feil á Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli, en svo fer nú að kárna gamanið þegar ferðalöngum er tjáð þegar komið er inn fyrir Tíðaskarð í Kjós að þar blasi við Snæfellsjökull, eða að Líffræðihús Háskóla Íslands sé sagt Norræna húsið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður og nokkrir samþingsmenn hans hafa gert veikburða tilraun til að koma skikki á þessi mál, en enn sem komið er hefur ekkert raunhæft gerst. Vilja menn þetta ástand áfram. Ég segi Nei með stórum staf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kári Jónasson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði „leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Skútustaðagígar handan vegarins við hótelið. Svo spurði hann um hitt og þetta í Mývatnssveit, og ég heyrði ekki betur en hann ætlaði að ganga yfir í Dimmuborgir og þaðan upp í Námaskarð og að Hverarönd.Algjörlega skipulagslaust Þetta er svolítið lýsandi dæmi um hvernig ferðamennskan gengur fyrir sig á okkar ástkæra ylhýra landi í dag. Hingað velta inn hundruð þúsunda ferðamanna í hópum og fara um landið algjörlega skipulagslaust. Það getur hver sem er komið hingað með hóp og þóst vera leiðsögumaður, og enginn segir eitt eða neitt. Það getur verið mjög fróðlegt að heyra frásagnir rútubílstjóra sem fara með erlenda ferðamenn um landið án íslenskra leiðsögumanna. Þá eru gjarnan svokallaðir leiðsögumenn með, sem hafa kannski farið á hraðnámskeið erlendis um það hvað sé að sjá á hringferð um landið.Oft vitni að misjöfnu Rútubílstjórarnir eru þá oft vitni að ýmsu misjöfnu hjá þessum svokölluðu leiðsögumönnum og segja frá því að þeir taki t.d. feil á Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli, en svo fer nú að kárna gamanið þegar ferðalöngum er tjáð þegar komið er inn fyrir Tíðaskarð í Kjós að þar blasi við Snæfellsjökull, eða að Líffræðihús Háskóla Íslands sé sagt Norræna húsið. Ásmundur Friðriksson alþingismaður og nokkrir samþingsmenn hans hafa gert veikburða tilraun til að koma skikki á þessi mál, en enn sem komið er hefur ekkert raunhæft gerst. Vilja menn þetta ástand áfram. Ég segi Nei með stórum staf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun