Attenborough segir Planet Earth 2 eiga sér enga hliðstæðu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 19:47 Vísir/AFP Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01