Helga missti af kosningavöku Dögunar vegna fýluferðar upp í RÚV Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 01:49 Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar. Vísir/ernir Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis. Kosningar 2016 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, segir þær tölur sem hafi verið kynntar hafa valdið sér miklum vonbrigðum. „Þetta er minna en við vorum að sjá í könnunum. Þjóðin var greinilega ekki tilbúin í þær lausnir sem við vorum með. Ég er hins vegar afskaplega stolt af kosningabaráttunni og frambjóðendum flokksins.“ Samkvæmt nýjustu tölum er Dögun með 1,4 prósenta fylgi á landsvísu. Helga segist að stórum hluta hafa misst af kosningavöku Dögunar í Borgartúni þar sem hún var boðuð í húsnæði RÚV í Efstaleiti ásamt öðrum formönnum flokka. Þegar til kastanna kom voru einungis þeir formenn í útsendingunni sem mælast með þingmenn inni. Helga hafði þá verið send í smink og látin bíða í dágóða stund áður en hún var send heim. „Það voru margir farnir heim þegar ég mætti aftur í veisluna. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það leiðinlegt að missa af henni þar mikið var um ræður og fleira.“ Helga segir Dögun hafa upplifað oft áður í kosningabaráttunni að komast ekki í fjölmiðla. „Við komumst fyrst á Stöð 2 í kvöld, í einhverjum skemmtiþætti. Maður hefur ekki komist mikið að hljóðnemanum og það er erfitt þegar maður brennir fyrir málefnunum sem maður vill tala um. Við vorum sett í tossabekk í gær á RÚV þar sem við vorum ekki búin að skora í könnunum.“ Helga segir Dögun hafa rekið mjög skemmtilega og heiðarlega kosningabaráttu. „Við ákváðum að hafa gaman af og fyrst og fremst tala um okkar málefni og ekki vera með eitthvert skítkast.“ Hún segir að ekki hafi verið mikið rætt hvað taki við hjá Dögun að þessum kosningum loknum. „Við höfum ekki náð að ræða framhaldið.“Fylgst er með gangi mála í alla nótt í Kosningavakt Vísis.
Kosningar 2016 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira