Sendiherra Bandaríkjanna klökkur: Fólki hefur blætt fyrir kosningaréttinn svo hann er mér afar kær Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 19:59 Það er mikil stemning fyrir bandarísku forsetakosningunum, bæði vestanhafs, hér á Íslandi og um heim allan. Það stendur til dæmis mikið til á Hótel Nordica í kvöld þar sem bandaríska sendiráðið býður til veislu. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður 365, hitti Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fyrr í dag. Undirbúningur kosningavöku bandaríska sendiráðsins var í fullum gangi þegar fréttastofu bar að garði. Barber telur að erfitt sé að spá fyrir um hvernig kosningarnar fara. „Þetta verður dálítil rússíbanareið í kvöld, grunar mig, á sama hátt og kosningabaráttan hefur verið það.Svo þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir þig? „Svo sannarlega. Alltaf þegar ég hef getað kosið, allavega í forsetakosningum, hefur það verið stórmál. Það á ekki síst við núna,“ sagði Barber.Bandaríkjamenn velja í dag á milli Hillary Clinton og Donald Trumpvísir/afpFólki blætt til að vernda kosningaréttinnLjóst er að sendiherrann tekur kosningaréttinn mjög alvarlega og varð klökkur þegar hann ræddi við Þórhildi. „Staðreyndin er sú að við lifum í miklu lýðræðisríki í Bandaríkjunum eins og þið hér á Íslandi. Þessi stjórnarskrárvarði réttur til að kjósa er réttur sem margir hafa lagt mikið á sig, og sumum hefur blætt, við að vernda. Svo hann er mér afar kær,“ sagði Barber og augljóst að hann er afar snortinn á þessum stóra degi. „Við höldum veislu. Við verðum á Nordica-hótelinu, Hilton Nordica. Og við hlökkum sannarlega til. Þetta verður gaman. Þessi viðburður er opinn almenningi svo við bjóðum öllum sem sjá þessa frétt eða hera um þetta að koma. Við tökum ykkur opnum örmum eftir klukkan 23:30 í kvöld.“Ítarlega var fjallað um kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Viðtalið við sendiherrann hefst þegar tíu mínútur eru liðnar af myndbandin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45 Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni Hillary Clinton hefur enn nokkurt forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en það er ekki mikið. Óvissa ríkir um hve mikil áhrif síðasta útspil FBI hefur á úrslitin. Hvernig sem fer þá markar dagurinn tímamót. 8. nóvember 2016 06:45 Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51 Síðustu auglýsingar Clinton og Trump Báðar auglýsingarnar eru um tveggja mínútna langar og voru birtar í sjónvarpi vestanhafs í gærkvöldi. 8. nóvember 2016 14:16 Að kjósa Trump væri eins og að láta Stevie Wonder keyra bíl, að mati Stevie Wonder "Ef það kæmi upp neyðartilvik og þú þyrftir að komast á sjúkrahús með hraði, myndir þú vilja hafa mig við stýrið.“ 8. nóvember 2016 13:04 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Það er mikil stemning fyrir bandarísku forsetakosningunum, bæði vestanhafs, hér á Íslandi og um heim allan. Það stendur til dæmis mikið til á Hótel Nordica í kvöld þar sem bandaríska sendiráðið býður til veislu. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður 365, hitti Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fyrr í dag. Undirbúningur kosningavöku bandaríska sendiráðsins var í fullum gangi þegar fréttastofu bar að garði. Barber telur að erfitt sé að spá fyrir um hvernig kosningarnar fara. „Þetta verður dálítil rússíbanareið í kvöld, grunar mig, á sama hátt og kosningabaráttan hefur verið það.Svo þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir þig? „Svo sannarlega. Alltaf þegar ég hef getað kosið, allavega í forsetakosningum, hefur það verið stórmál. Það á ekki síst við núna,“ sagði Barber.Bandaríkjamenn velja í dag á milli Hillary Clinton og Donald Trumpvísir/afpFólki blætt til að vernda kosningaréttinnLjóst er að sendiherrann tekur kosningaréttinn mjög alvarlega og varð klökkur þegar hann ræddi við Þórhildi. „Staðreyndin er sú að við lifum í miklu lýðræðisríki í Bandaríkjunum eins og þið hér á Íslandi. Þessi stjórnarskrárvarði réttur til að kjósa er réttur sem margir hafa lagt mikið á sig, og sumum hefur blætt, við að vernda. Svo hann er mér afar kær,“ sagði Barber og augljóst að hann er afar snortinn á þessum stóra degi. „Við höldum veislu. Við verðum á Nordica-hótelinu, Hilton Nordica. Og við hlökkum sannarlega til. Þetta verður gaman. Þessi viðburður er opinn almenningi svo við bjóðum öllum sem sjá þessa frétt eða hera um þetta að koma. Við tökum ykkur opnum örmum eftir klukkan 23:30 í kvöld.“Ítarlega var fjallað um kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Viðtalið við sendiherrann hefst þegar tíu mínútur eru liðnar af myndbandin
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45 Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni Hillary Clinton hefur enn nokkurt forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en það er ekki mikið. Óvissa ríkir um hve mikil áhrif síðasta útspil FBI hefur á úrslitin. Hvernig sem fer þá markar dagurinn tímamót. 8. nóvember 2016 06:45 Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51 Síðustu auglýsingar Clinton og Trump Báðar auglýsingarnar eru um tveggja mínútna langar og voru birtar í sjónvarpi vestanhafs í gærkvöldi. 8. nóvember 2016 14:16 Að kjósa Trump væri eins og að láta Stevie Wonder keyra bíl, að mati Stevie Wonder "Ef það kæmi upp neyðartilvik og þú þyrftir að komast á sjúkrahús með hraði, myndir þú vilja hafa mig við stýrið.“ 8. nóvember 2016 13:04 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Í beinni: Kosningar í Bandaríkjunum Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í baráttunni um Hvíta húsið í dag. 8. nóvember 2016 10:45
Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni Hillary Clinton hefur enn nokkurt forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en það er ekki mikið. Óvissa ríkir um hve mikil áhrif síðasta útspil FBI hefur á úrslitin. Hvernig sem fer þá markar dagurinn tímamót. 8. nóvember 2016 06:45
Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51
Síðustu auglýsingar Clinton og Trump Báðar auglýsingarnar eru um tveggja mínútna langar og voru birtar í sjónvarpi vestanhafs í gærkvöldi. 8. nóvember 2016 14:16
Að kjósa Trump væri eins og að láta Stevie Wonder keyra bíl, að mati Stevie Wonder "Ef það kæmi upp neyðartilvik og þú þyrftir að komast á sjúkrahús með hraði, myndir þú vilja hafa mig við stýrið.“ 8. nóvember 2016 13:04
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Fyrstu tölur birtast í kringum miðnætti að íslenskum tíma, endanleg úrslit ættu að liggja fyrir um klukkan fjögur í nótt. 8. nóvember 2016 13:45