Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2016 18:15 Sigurður Ingi segist gjarnan vilja eiga aðild að næstu ríkisstjórn. Og að það sé engin tilviljun að flokkar verði 100 ára -- þar ráði reynslan. visir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðna pattstöðu uppi í stjórnarviðræðunum. Þá vísar hann því alfarið á bug að innan Framsóknarflokksins ríki skoðanakúgun eins og stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi formanns hafa fullyrt að sé. „Sko, fyrst það að segja að kosningarnar skiluðu þessum niðurstöðum og svo eru yfirlýsingar formanna fyrir og eftir kosningar sem hafa þrengt stöðuna,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi og þá almennt um stöðuna í stjórnarviðræðunum.Vilji til að sitja í næstu stjórn Eins og kunnugt er heldur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nú um hið svokallaða stjórnarmyndunarumboð. Mörgum þykir hann fara sér hægt, tæp vika er síðan kosningar voru og Bjarni hefur sagt að hann hafi enn ekki kallað neinn til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.Sigurður Ingi mætir til óformlegra viðræðna við Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í síðustu viku. Hann segir klárt að pattstaða ríki í stjórnarmyndunarviðræðum.visir/EyþórEn, hver er afstaða Framsóknarmanna til þessara viðræðna, hvernig metur Sigurður Ingi stöðu flokksins? „Við erum vön að sitja í ríkisstjórn, höfum reynslu til þess og erum tilbúin í viðræður. Og ég sé stöðu okkar í því ljósi.“En, hverjar metur hann líkur á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn? „Ég skal ekkert segja um það. Það er ákveðin pattstaða uppi. En við erum hins vegar flokkur sem getur starfað með mörgum og erum tilbúin til þess,“ segir Sigurður Ingi. Öfugt við ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga hefur Sigurður Ingi verið afar varkár í yfirlýsingum um ákjósanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Hann hefur í sjálfu sér ekki þrengt stöðu flokksins og hann vísar til reynslunnar í þeim efnum. „Flokkur verður ekki hundrað ára af sjálfum sér,“ segir Sigurður Ingi og kímir.Algerlega ótímabært að ræða hugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Þessu tengt þá gat að líta í Morgunblaðinu nú í vikunni afdráttaryfirlýsingar Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar sem hann sagði flokkinn klofinn og það sem meira er; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs væru hreinlega beittir skoðanakúgun innan flokks. Hvernig horfir þetta við Sigurði Inga? „Sko, það er auðvitað svo að eftir að menn hafa tekist á um fólk, því við höfum ekki verið að takast á um málefni, er ekkert skrítið að það taki ákveðinn tíma að öll sár grói. Það er auðvitað engin skoðanakúgun innan Framsóknarflokksins hefur aldrei verið og flokksþingið var kannski besta dæmið um það.“Sigurður Ingi segir algerlega ótímabært að tjá sig um hugsanlegan eða óhugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.visir/vilhelmEn, og þá í tengslum við stöðu Framsóknarflokksins í ljósi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna, þá segir Sveinn Hjörtur að það verði aldrei sátt nema Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn, komi til þess að Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að henni. Eiginlega er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en kröfu af hans hálfu. „Það er algerlega ótímabært að ræða það. Ef ég vísa til umræðunnar eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, um hvernig slík stjórn gæti orðið, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið þar ofarlega á blaði. Þannig að það er ótímabært að ræða það.“Stjórnarmyndun gengið hratt fyrir sig undanfarin aldarfjórðung Sigurður Ingi virðist vera býsna rólegur gagnvart myndun nýrrar stjórnar þó það liggi fyrir af hans hálfu vilji til að eiga aðild að nýrri stjórn. Almennt segir hann að allir stjórnmálaflokkar verði að velta fyrir sér, á þessum tímapunkti eftir kosningar, því að þeir skuldi almenningi það að setjast niður með ábyrgum hætti. „Það þarf að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu og það er okkar verkefni að finna út úr því.“ Sigurður Ingi bendir á að í raun sé ekki langur tími liðinn frá kosningum. Ekki í sjálfu sér. „Við höfum, síðustu 25 ár, séð þetta gerast tiltölulega hratt. En ef við skoðum söguna lengra aftur, og hvað þá ef borið er saman við önnur lönd, þá er engin tími liðinn. Ég held að það sé eðlilegt að þetta taki tíma.“En, sé litið til undanfarinna tveggja áratuga eða svo, þá er ljóst að þetta er meiri pattstaða en áður hefur sést? „Klárlega.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðna pattstöðu uppi í stjórnarviðræðunum. Þá vísar hann því alfarið á bug að innan Framsóknarflokksins ríki skoðanakúgun eins og stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi formanns hafa fullyrt að sé. „Sko, fyrst það að segja að kosningarnar skiluðu þessum niðurstöðum og svo eru yfirlýsingar formanna fyrir og eftir kosningar sem hafa þrengt stöðuna,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi og þá almennt um stöðuna í stjórnarviðræðunum.Vilji til að sitja í næstu stjórn Eins og kunnugt er heldur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nú um hið svokallaða stjórnarmyndunarumboð. Mörgum þykir hann fara sér hægt, tæp vika er síðan kosningar voru og Bjarni hefur sagt að hann hafi enn ekki kallað neinn til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.Sigurður Ingi mætir til óformlegra viðræðna við Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í síðustu viku. Hann segir klárt að pattstaða ríki í stjórnarmyndunarviðræðum.visir/EyþórEn, hver er afstaða Framsóknarmanna til þessara viðræðna, hvernig metur Sigurður Ingi stöðu flokksins? „Við erum vön að sitja í ríkisstjórn, höfum reynslu til þess og erum tilbúin í viðræður. Og ég sé stöðu okkar í því ljósi.“En, hverjar metur hann líkur á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn? „Ég skal ekkert segja um það. Það er ákveðin pattstaða uppi. En við erum hins vegar flokkur sem getur starfað með mörgum og erum tilbúin til þess,“ segir Sigurður Ingi. Öfugt við ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga hefur Sigurður Ingi verið afar varkár í yfirlýsingum um ákjósanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Hann hefur í sjálfu sér ekki þrengt stöðu flokksins og hann vísar til reynslunnar í þeim efnum. „Flokkur verður ekki hundrað ára af sjálfum sér,“ segir Sigurður Ingi og kímir.Algerlega ótímabært að ræða hugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Þessu tengt þá gat að líta í Morgunblaðinu nú í vikunni afdráttaryfirlýsingar Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar sem hann sagði flokkinn klofinn og það sem meira er; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs væru hreinlega beittir skoðanakúgun innan flokks. Hvernig horfir þetta við Sigurði Inga? „Sko, það er auðvitað svo að eftir að menn hafa tekist á um fólk, því við höfum ekki verið að takast á um málefni, er ekkert skrítið að það taki ákveðinn tíma að öll sár grói. Það er auðvitað engin skoðanakúgun innan Framsóknarflokksins hefur aldrei verið og flokksþingið var kannski besta dæmið um það.“Sigurður Ingi segir algerlega ótímabært að tjá sig um hugsanlegan eða óhugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.visir/vilhelmEn, og þá í tengslum við stöðu Framsóknarflokksins í ljósi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna, þá segir Sveinn Hjörtur að það verði aldrei sátt nema Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn, komi til þess að Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að henni. Eiginlega er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en kröfu af hans hálfu. „Það er algerlega ótímabært að ræða það. Ef ég vísa til umræðunnar eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, um hvernig slík stjórn gæti orðið, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið þar ofarlega á blaði. Þannig að það er ótímabært að ræða það.“Stjórnarmyndun gengið hratt fyrir sig undanfarin aldarfjórðung Sigurður Ingi virðist vera býsna rólegur gagnvart myndun nýrrar stjórnar þó það liggi fyrir af hans hálfu vilji til að eiga aðild að nýrri stjórn. Almennt segir hann að allir stjórnmálaflokkar verði að velta fyrir sér, á þessum tímapunkti eftir kosningar, því að þeir skuldi almenningi það að setjast niður með ábyrgum hætti. „Það þarf að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu og það er okkar verkefni að finna út úr því.“ Sigurður Ingi bendir á að í raun sé ekki langur tími liðinn frá kosningum. Ekki í sjálfu sér. „Við höfum, síðustu 25 ár, séð þetta gerast tiltölulega hratt. En ef við skoðum söguna lengra aftur, og hvað þá ef borið er saman við önnur lönd, þá er engin tími liðinn. Ég held að það sé eðlilegt að þetta taki tíma.“En, sé litið til undanfarinna tveggja áratuga eða svo, þá er ljóst að þetta er meiri pattstaða en áður hefur sést? „Klárlega.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19
Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent