Býr sig undir tökur á Ég man þig Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 13:30 Það er nóg um að vera hjá Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu um þessar mundir. Vísir/Eyþór Í Ég man þig fer Elma Stefanía með hlutverk Söru, fyrrverandi eiginkonu Freys, sem leikinn er af Jóhannesi Hauki Jóhannessyni. Óskar Þór Axelsson leikstýrir myndinni sem byggir á bók Yrsu Sigurðardóttur. Bókin naut mikilla vinsælda hérlendis og erlendis þegar hún kom út en þetta er fyrsta myndin sem byggð er á sögu eftir Yrsu. „Sara er frekar vel stæð kona sem hefur unnið mikið í þeirri miklu sorg sem hún og maðurinn hennar eru að ganga í gegn um,“ útskýrir Elma Stefanía, en sjö ára sonur þeirra hjóna týndist og upp úr því komu hnökrar í hjónabandið. „Þau eru sem sagt skilin og fara hvort í sína áttina. Taka mjög ólíkt á sorginni og þroskast í sundur. Sara sækir sér hugarró hjá miðli og í andlegum málefnum.“ Í kvikmyndinni fléttast tvær sögur saman í eina. Þessar sögur lúta ólíkum lögmálum. Önnur er alveg ekta draugasaga, en hin meiri sakamálasaga, og Óskar fléttar þessum tveimur sögum Yrsu snilldarlega saman. „Tökur á fyrrihluta myndarinnar fóru fram í fyrra og gekk það allt saman vel. Núna er hins vegar komið að seinni hluta myndarinnar, þar sem mínar senur verða teknar. Það er frábært að vinna með Óskari, hann er góður leiðbeinandi, ég er nú þegar búin að fara í búningamátun og æfingu, svo held ég bara áfram að undirbúa mig fram að tökum,“ segir Elma en ásamt því að leika í Ég man þig, fer Elma með tvö stór hlutverk í Borgarleikhúsinu um þessar mundir.Elma Stefanía fer með hlutverk Hallgerðar langbrókar í Njálu. Mynd/Þjóðleikhúsið„Það er nóg að gera í leikhúsinu. Ég er að leika Hallgerði langbrók í Njálu eftir þá Mikael Torfason og Þórleif Örn Arnarsson. Þetta er virkilega krefjandi og skemmtilegt hlutverk og ein skemmtilegasta sýning sem ég hef tekið þátt í. Það eru örfáar sýningar eftir svo það fer hver að verða síðastur að koma en ég mæli algjörlega með þessari sýningu,“ segir Elma Stefanía. Elma er þaulvön að stíga á svið í hinum ýmsu hlutverkum. Hún hefur tekist á við hvert burðarhlutverkið á eftir öðru frá því hún útskrifaðist úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Þá hefur hún þrisvar verið tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir túlkun sína á ýmsum hlutverkum. Í vetur er hún einnig í sýningunni Hannes og Smári í Borgarleikhúsinu. Sú sýning er á leið til Akureyrar í nóvember og segir Elma að það sé mikið grín og gaman að leika á móti Ólafíu Hrönn og Halldóru Geirharðsdóttur en þær leika Hannes og Smára. „Það er virkilega skemmtilegt að taka þátt í þessari sýningu. Hún er bæði fyndin og mikilvæg.“ Í janúar fer Elma Stefnía svo í farsann Út að aka í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. „Það verður frábært að fá að taka þátt í sýningunni hans Magnúsar Geirs. Ég hef aldrei leikið í farsa áður svo það er alveg nýtt og ekki skemmir fyrir að í þessari sýningu verður einvalalið leikara,“segir Elma Stefanía og neitar svo að ræða frekar um aðra bíómynd sem ráðgert er að fari í tökur á næsta ári. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í Ég man þig fer Elma Stefanía með hlutverk Söru, fyrrverandi eiginkonu Freys, sem leikinn er af Jóhannesi Hauki Jóhannessyni. Óskar Þór Axelsson leikstýrir myndinni sem byggir á bók Yrsu Sigurðardóttur. Bókin naut mikilla vinsælda hérlendis og erlendis þegar hún kom út en þetta er fyrsta myndin sem byggð er á sögu eftir Yrsu. „Sara er frekar vel stæð kona sem hefur unnið mikið í þeirri miklu sorg sem hún og maðurinn hennar eru að ganga í gegn um,“ útskýrir Elma Stefanía, en sjö ára sonur þeirra hjóna týndist og upp úr því komu hnökrar í hjónabandið. „Þau eru sem sagt skilin og fara hvort í sína áttina. Taka mjög ólíkt á sorginni og þroskast í sundur. Sara sækir sér hugarró hjá miðli og í andlegum málefnum.“ Í kvikmyndinni fléttast tvær sögur saman í eina. Þessar sögur lúta ólíkum lögmálum. Önnur er alveg ekta draugasaga, en hin meiri sakamálasaga, og Óskar fléttar þessum tveimur sögum Yrsu snilldarlega saman. „Tökur á fyrrihluta myndarinnar fóru fram í fyrra og gekk það allt saman vel. Núna er hins vegar komið að seinni hluta myndarinnar, þar sem mínar senur verða teknar. Það er frábært að vinna með Óskari, hann er góður leiðbeinandi, ég er nú þegar búin að fara í búningamátun og æfingu, svo held ég bara áfram að undirbúa mig fram að tökum,“ segir Elma en ásamt því að leika í Ég man þig, fer Elma með tvö stór hlutverk í Borgarleikhúsinu um þessar mundir.Elma Stefanía fer með hlutverk Hallgerðar langbrókar í Njálu. Mynd/Þjóðleikhúsið„Það er nóg að gera í leikhúsinu. Ég er að leika Hallgerði langbrók í Njálu eftir þá Mikael Torfason og Þórleif Örn Arnarsson. Þetta er virkilega krefjandi og skemmtilegt hlutverk og ein skemmtilegasta sýning sem ég hef tekið þátt í. Það eru örfáar sýningar eftir svo það fer hver að verða síðastur að koma en ég mæli algjörlega með þessari sýningu,“ segir Elma Stefanía. Elma er þaulvön að stíga á svið í hinum ýmsu hlutverkum. Hún hefur tekist á við hvert burðarhlutverkið á eftir öðru frá því hún útskrifaðist úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Þá hefur hún þrisvar verið tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir túlkun sína á ýmsum hlutverkum. Í vetur er hún einnig í sýningunni Hannes og Smári í Borgarleikhúsinu. Sú sýning er á leið til Akureyrar í nóvember og segir Elma að það sé mikið grín og gaman að leika á móti Ólafíu Hrönn og Halldóru Geirharðsdóttur en þær leika Hannes og Smára. „Það er virkilega skemmtilegt að taka þátt í þessari sýningu. Hún er bæði fyndin og mikilvæg.“ Í janúar fer Elma Stefnía svo í farsann Út að aka í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. „Það verður frábært að fá að taka þátt í sýningunni hans Magnúsar Geirs. Ég hef aldrei leikið í farsa áður svo það er alveg nýtt og ekki skemmir fyrir að í þessari sýningu verður einvalalið leikara,“segir Elma Stefanía og neitar svo að ræða frekar um aðra bíómynd sem ráðgert er að fari í tökur á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira