„Ég var alltaf að vona að þetta væri bara einhver misskilningur“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 20:34 Hvernig tökumst við á við erfitt útkall og hver eru áhrif einstakra og uppsafnaðra atburða á einstaklinga sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi? Á Íslandi starfa tæplega eitt þúsund slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hluta- eða fullu starfi. Um 4.200 einstaklingar eru skráðir á útkallslista hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þá eru ótaldir allir þeir lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstéttarinnar sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi. Viðbragðsaðilar á Íslandi hafa þá sérstöðu miðað við nágrannalöndin að mannfæðin og nálægðin við samborgara sína er meiri hér en gengur og gerist. Viðbragðsaðilar á Íslandi halda nú ráðstefnu þar sem sérfræðingur í sálrænum stuðningi mikilvægi þess að hlúa að þeim sem vinna á þessum vettvangi. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og nánar að fréttum loknum. Útköll eru ekki einungis talin erfið vegna líkamlegs erfiðis sem menn þurfa að vinna við við björgunarstörf, heldur getur til að mynda veður og aðstæður skipt miklu máli. Sálræn aðstoð er því mikilvæg fyrir þennan hóp til þess að vinna úr útköllum.Reyndi verulega á Þann fimmta ágúst 2013 fékk Slökkvilið Akureyrar, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, útkall þar sem reyndi verulega á líkamlegt en ekki síður andlegt þol þeirra sem fóru á vettvang. Þá brotlenti flugvél Mýflugs á kvartmílubrautinni á Akureyri. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur hjá slökkviliðsmönnum. Hluti af starfi þeirra hverju sinni er að manna sjúkraflugvél Mýflugs, en áhöfnin er mönnuð flugstjóra, flugmanni og einum sjúkraflutningamanni. Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, var skráður í áhöfn sjúkravélarinnar þennan dag. „Hérna heima þvoðum við gólfið alltaf á laugardögum og síðan vorum við bara hérna inni. Ég man ekki hvað við vorum að gera, eitthvað rólegt bara,“ segir Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Akureyrar. „Þá var bara útkall og það var sagt flugslys.“ Miðað við fyrstu fregnir af vettvangi bjuggust slökkviliðsmenn við því að farþegaflugvél hefði brotlent og undirbjuggu sig fyrir það. Þegar þeir komu á vettvang könnuðust þeir þó við brakið. Helgi segir að honum hafi strax dottið í hug að það væru ekki allir lifandi á svæðinu. Ljóst var að viðbragðsaðilar sem sendir voru þurftu að takast á við gífurlega erfiðan vettvang. Þeir þurftu að tryggja eigið öryggi á staðnum og sömuleiðis tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu voru. Þennan sama dag var spyrnukeppni á kvartmílubrautinni og því margir áhorfendur á svæðinu. Jafnframt þurfti að vernda vettvanginn vegna rannsóknarhagsmuna. „Það fyrsta sem maður sér er að það eru allir að vinna og maður fer inn í eitthvað flæði, einhvern sérstakan gír við að reyna að vinna vinnuna sína,“ segir Magnús Smári Smárason. „Það er eitt af því sem situr eftir. Hvað menn unnu og gerðu það sem þurfti að gera.“Óstarfhæfir að verki loknu Þegar starfi slökkviliðsmanna á vettvangi var lokið voru þeir óstarfhæfir sem vakt á slökkviliði. Magnús segir þetta hafa verið gífurlegt högg fyrir slökkviliðsmennina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sálfræðingarnir á Lynghálsi og fleiri viðbragðsaðilar, standa að áðurnefndri ráðstefnu sem fer nú fram. Einn helsti sérfræðingur heimsins í uppbyggingu á sálrænum stuðningi heldur fyrirlestur á ráðstefnunni, en mörg mannúðarsamtök um heim allan vinna eftir fimm grundvallarmarkmiðum hans. „Sálfræðilegur stuðningur sem fólk fær er oft á tíðum það sem kemur fólki í gegnum krísur. Á hinn veginn er fólk sem skortir stuðningsaðila og þau eru líklegust til að eiga í erfiðleikum með að takast á við krísur. Þau verða jafnvel þunglynd, þróa með sér alkóhólisma og fremja jafnvel sjálfsmorð,“ segir Stevan Hobfall, sérfræðingur í sálrænum stuðningi. Fréttir af flugi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Hvernig tökumst við á við erfitt útkall og hver eru áhrif einstakra og uppsafnaðra atburða á einstaklinga sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi? Á Íslandi starfa tæplega eitt þúsund slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hluta- eða fullu starfi. Um 4.200 einstaklingar eru skráðir á útkallslista hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þá eru ótaldir allir þeir lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstéttarinnar sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi. Viðbragðsaðilar á Íslandi hafa þá sérstöðu miðað við nágrannalöndin að mannfæðin og nálægðin við samborgara sína er meiri hér en gengur og gerist. Viðbragðsaðilar á Íslandi halda nú ráðstefnu þar sem sérfræðingur í sálrænum stuðningi mikilvægi þess að hlúa að þeim sem vinna á þessum vettvangi. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og nánar að fréttum loknum. Útköll eru ekki einungis talin erfið vegna líkamlegs erfiðis sem menn þurfa að vinna við við björgunarstörf, heldur getur til að mynda veður og aðstæður skipt miklu máli. Sálræn aðstoð er því mikilvæg fyrir þennan hóp til þess að vinna úr útköllum.Reyndi verulega á Þann fimmta ágúst 2013 fékk Slökkvilið Akureyrar, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, útkall þar sem reyndi verulega á líkamlegt en ekki síður andlegt þol þeirra sem fóru á vettvang. Þá brotlenti flugvél Mýflugs á kvartmílubrautinni á Akureyri. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur hjá slökkviliðsmönnum. Hluti af starfi þeirra hverju sinni er að manna sjúkraflugvél Mýflugs, en áhöfnin er mönnuð flugstjóra, flugmanni og einum sjúkraflutningamanni. Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, var skráður í áhöfn sjúkravélarinnar þennan dag. „Hérna heima þvoðum við gólfið alltaf á laugardögum og síðan vorum við bara hérna inni. Ég man ekki hvað við vorum að gera, eitthvað rólegt bara,“ segir Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Akureyrar. „Þá var bara útkall og það var sagt flugslys.“ Miðað við fyrstu fregnir af vettvangi bjuggust slökkviliðsmenn við því að farþegaflugvél hefði brotlent og undirbjuggu sig fyrir það. Þegar þeir komu á vettvang könnuðust þeir þó við brakið. Helgi segir að honum hafi strax dottið í hug að það væru ekki allir lifandi á svæðinu. Ljóst var að viðbragðsaðilar sem sendir voru þurftu að takast á við gífurlega erfiðan vettvang. Þeir þurftu að tryggja eigið öryggi á staðnum og sömuleiðis tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu voru. Þennan sama dag var spyrnukeppni á kvartmílubrautinni og því margir áhorfendur á svæðinu. Jafnframt þurfti að vernda vettvanginn vegna rannsóknarhagsmuna. „Það fyrsta sem maður sér er að það eru allir að vinna og maður fer inn í eitthvað flæði, einhvern sérstakan gír við að reyna að vinna vinnuna sína,“ segir Magnús Smári Smárason. „Það er eitt af því sem situr eftir. Hvað menn unnu og gerðu það sem þurfti að gera.“Óstarfhæfir að verki loknu Þegar starfi slökkviliðsmanna á vettvangi var lokið voru þeir óstarfhæfir sem vakt á slökkviliði. Magnús segir þetta hafa verið gífurlegt högg fyrir slökkviliðsmennina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sálfræðingarnir á Lynghálsi og fleiri viðbragðsaðilar, standa að áðurnefndri ráðstefnu sem fer nú fram. Einn helsti sérfræðingur heimsins í uppbyggingu á sálrænum stuðningi heldur fyrirlestur á ráðstefnunni, en mörg mannúðarsamtök um heim allan vinna eftir fimm grundvallarmarkmiðum hans. „Sálfræðilegur stuðningur sem fólk fær er oft á tíðum það sem kemur fólki í gegnum krísur. Á hinn veginn er fólk sem skortir stuðningsaðila og þau eru líklegust til að eiga í erfiðleikum með að takast á við krísur. Þau verða jafnvel þunglynd, þróa með sér alkóhólisma og fremja jafnvel sjálfsmorð,“ segir Stevan Hobfall, sérfræðingur í sálrænum stuðningi.
Fréttir af flugi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira