Handbolti

Guðjón Valur um kynslóðaskiptin: Héldu allir að handboltinn myndi leggjast af þegar liðið sem vann B-keppnina hætti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson er á sínum stað í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Tékkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2018 í Laugardalshöllinni á morgun.

„Ég upplifi mig sem pabba og afa, bróður og liðsfélaga. Ég er elstur og er búinn að vera það í nokkurn tíma. En ég alltaf sagt að ég vonast til að vera í landsliðinu, ekki út af því að ég heiti Guðjón Valur og er búinn að vera hérna í mörg ár, heldur af því að ég geti eitthvað í handbolta,“ sagði landsliðsfyrirliðinn í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Talsverðar breytingar hafa orðið á íslenska landsliðshópnum að undanförnu en sterkir leikmenn hafa lagt landsliðsskóna á hilluna og þá voru reynslumiklir leikmenn ekki valdir.

„Varðandi kynslóðaskiptin, þá velur þjálfarinn það lið sem hann hefur trú á, burtséð frá aldri. Við leggjum leikinn upp með þeim leikmönnum sem við höfum og stefnum á sigur,“ sagði Guðjón Valur og bætti því við handboltinn muni halda áfram að rúlla þótt breytingar hafi orðið á landsliðinu.

„Það héldu allir að handboltinn myndi leggjast af þegar liðið sem vann B-keppnina 1989 hætti en það gerðist ekki. Þetta heldur bara áfram.“

Viðtalið við Guðjón Val má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson.


Tengdar fréttir

Geir um Tékkaleikinn: Eigum harma að hefna

Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að riðill Íslands í undankeppni EM 2018 sé sterkur. Auk Íslands eru Tékkland, Úkraína og Makedónía í riðlinum.

Sveinbjörn kallaður í hópinn

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kallaði á nýjan markvörð í hópinn í gær.

Síðustu silfurdrengirnir okkar

Fréttablaðið skoðar betur gullkynslóð íslenska handboltalandsliðsins sem er nú að stórum hluta komin upp í stúku. Nú síðast duttu þrír lykilmenn út í október, tveir hættu í og sá þriðji missti sæti sitt.

Aron ekki í hefndarhug

Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, segist ekki mæta til leiks í hefndarhug gegn Tékkum á morgun.

Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu

Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess.

Barátta um seinni markvarðarstöðuna

Það eru afar litlar líkur á því að Aron Rafn Eðvarðsson geti spilað með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjum í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×