GRRM og HBO enn í viðræðum um aðra GOT þáttaröð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2016 14:51 George R.R. Martin. Vísir/Getty Viðræður standa enn yfir á milli George R.R. Martin og forsvarsmanna HBO um nýja þáttaröð upp úr bókum GRRM, A Song of Ice and Fire. Game of Thrones þáttaröðinni geysivinsælu mun ljúka árið 2018, en af nógu er að taka úr söguheimi GRRM. Í nýlegu viðtalið við Entertainment Weekly sagði Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, að verið væri að ræða hugmyndir um hvað sjónvarpsþættirnir gætu fjallað um. Hann segir þó að viðræðurnar séu enn á frumstigi. Þá er vert að taka fram að svo virðist sem að ekki sé búið að ákveða að fullu hve margir þættir verða í áttundu og síðustu þáttaröðinni. EW spurði Bloys hvort að fregnir af því að hún yrði átta þættir væru sannar, en hann svaraði á þá leið að ekkert lægi fyrir. Næsta þáttaröð, sem sýnd verður næsta sumar, verður sjö þættir og talið var að sú áttunda yrði sex þættir. Meðal þess sem undirrituðum þætti gaman að sjá í nýjum þáttum er uppreisn Robert Baratheon, konungsins sem dó í fyrstu þáttaröðinni. Þá væri einnig hægt að gera þætti um sigurför Aegon „The Conqueror“ Targaryen og systra hans Visenya og Rhaenys en þau lögðu Westeros undir sig og sameinuðu sex af konungsdæmunum sjö. GRRM hefur þó skapað risastóran söguheim þar sem nóg er af sögum til að gera skil í sjónvarpi. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Viðræður standa enn yfir á milli George R.R. Martin og forsvarsmanna HBO um nýja þáttaröð upp úr bókum GRRM, A Song of Ice and Fire. Game of Thrones þáttaröðinni geysivinsælu mun ljúka árið 2018, en af nógu er að taka úr söguheimi GRRM. Í nýlegu viðtalið við Entertainment Weekly sagði Casey Bloys, dagskrárstjóri HBO, að verið væri að ræða hugmyndir um hvað sjónvarpsþættirnir gætu fjallað um. Hann segir þó að viðræðurnar séu enn á frumstigi. Þá er vert að taka fram að svo virðist sem að ekki sé búið að ákveða að fullu hve margir þættir verða í áttundu og síðustu þáttaröðinni. EW spurði Bloys hvort að fregnir af því að hún yrði átta þættir væru sannar, en hann svaraði á þá leið að ekkert lægi fyrir. Næsta þáttaröð, sem sýnd verður næsta sumar, verður sjö þættir og talið var að sú áttunda yrði sex þættir. Meðal þess sem undirrituðum þætti gaman að sjá í nýjum þáttum er uppreisn Robert Baratheon, konungsins sem dó í fyrstu þáttaröðinni. Þá væri einnig hægt að gera þætti um sigurför Aegon „The Conqueror“ Targaryen og systra hans Visenya og Rhaenys en þau lögðu Westeros undir sig og sameinuðu sex af konungsdæmunum sjö. GRRM hefur þó skapað risastóran söguheim þar sem nóg er af sögum til að gera skil í sjónvarpi.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein