Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 13:50 Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Guðna Th. Jóhannessonar í síðasta mánuði. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun leitast eftir því að mynda fjölflokka stjórn á vinstri væng stjórnmálanna, eða frá miðju til vinstri, eins og hún orðaði það á Bessastöðum rétt í þessu þegar hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta Íslands. Hún segist ætla að ræða við þingflokk Vinstri grænna í dag og en á morgun ætlar hún sér að ræða við fulltrúa allra flokka. Í kjölfarið verður farið betur yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Spurð hvort að líkur væri á því að Vinstri grænir færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sagði hún að fyrsta val Vinstri grænna liggi fyrir, en ef það gengur ekki upp þurfi einhvern veginn að ná þessu markmiði, að mynda starfhæfa stjórn. Spurð hvort að þessir flokkar á vinstri vængnum, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin, geti náð saman í stærstu málunum, líkt og sjávarútvegsmálum og Evrópumálum, sagði Katrín að það yrði að takast á við það þegar þar að kemur. Hún viðurkenndi að auðvitað væru þessir flokkar ósammála að mörgu leyti en hún vildi frekar horfa í það sem sameini þá. Hún þarf að gefa forseta Íslands skýrslu um stöðu mála um komandi helgi og sagði það vera skiljanlegan tímafrest, það sneiðist um tímann eftir því sem líður frá kosningum og hún yrði einfaldlega að láta þann tíma duga. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun leitast eftir því að mynda fjölflokka stjórn á vinstri væng stjórnmálanna, eða frá miðju til vinstri, eins og hún orðaði það á Bessastöðum rétt í þessu þegar hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta Íslands. Hún segist ætla að ræða við þingflokk Vinstri grænna í dag og en á morgun ætlar hún sér að ræða við fulltrúa allra flokka. Í kjölfarið verður farið betur yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Spurð hvort að líkur væri á því að Vinstri grænir færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sagði hún að fyrsta val Vinstri grænna liggi fyrir, en ef það gengur ekki upp þurfi einhvern veginn að ná þessu markmiði, að mynda starfhæfa stjórn. Spurð hvort að þessir flokkar á vinstri vængnum, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin, geti náð saman í stærstu málunum, líkt og sjávarútvegsmálum og Evrópumálum, sagði Katrín að það yrði að takast á við það þegar þar að kemur. Hún viðurkenndi að auðvitað væru þessir flokkar ósammála að mörgu leyti en hún vildi frekar horfa í það sem sameini þá. Hún þarf að gefa forseta Íslands skýrslu um stöðu mála um komandi helgi og sagði það vera skiljanlegan tímafrest, það sneiðist um tímann eftir því sem líður frá kosningum og hún yrði einfaldlega að láta þann tíma duga.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09
Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00