Steindi missti tíu kíló á átta vikum fyrir 40 sekúndur: „Tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2016 12:15 Til vinstri má sjá mynd af Steinda í miðjum tökum í sumar. Hin myndin er glæný. mynd/brynjar snær „Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári. Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég fer með hlutverk Atla í myndinni Undir Trénu, en um er að ræða dramatíska mynd sem er bæði thriller og smá kómísk í leiðinni,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tökum á kvikmyndinni lauk fyrir tveimur mánuðum. Með aðalhlutverkin fara Steinþór Hróar, Sigurður Sigurjónssyni, Edda Björgvinsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Selma Björnsdóttir. „Þessi mynd fjallar í raun og veru bara um venjulegt fólk sem missir tökin,“ segir Steindi sem varð að taka upp eina senu í kvikmyndinni um helgina. Fyrir það atriði varð hann að missa tíu kíló en sú sena gerist í fortíð Atla og hafði Steindi aðeins tvo mánuði til að missa kílóin. „Þessi sena er sirka fjörutíu sekúndur og ég og leikstjórinn ákváðum í sameiningu að taka hana upp tveimur mánuðum eftir að tökum lauk, þannig að ég hefði tíma til að grenna mig. Atli á að líta töluvert öðruvísi út í þessari senu. Ég missti tíu kíló og var allur vel rakaður, nýklipptur og flottur. Annars er karakterinn minn í myndinni frekar feitur, með úfið hár og subbulegur.“ Eins og áður segir þá missti Steindi tíu kíló á tveimur mánuðum og hafði hann mikið fyrir því. Hann var í tökum á Steypustöðinni á þessum tveimur mánuðum en Steypustöðin er grínþáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 á næsta ári. Borðaði bara hádegismat í tvær vikur „Við fengum alltaf hollan mat í hádeginu í tökunum á Steypustöðinni og síðan fékk ég mér bara Hámark í kvöldmat, ekkert annað. Ég tók matarræðið alveg í gegn og svindlaði kannski pínulítið. Síðustu tvær vikurnar byrjaði ég að fara í ræktina, borðaði hádegismat og síðan ekkert í kvöldmat. Ég tók verkjatöflur þegar ég var kominn með hausverk úr svengd.“ Steindi segir að hann hafi reynt að fara snemma að sofa síðustu tvær vikurnar, það hafi komið honum í gegnum þetta allt saman. „Ég vil endilega fá að taka það fram að ég mæli alls ekki með þessari aðferð. Ég gat bara ekki farið í ræktina eins og venjulegur maður allan tímann, þar sem ég var mikið fastur í tökum.“ Í dag er Steindi 79 kíló og var hann 89 kíló. Hann segist ætla reyna halda sér í svipuðu formi. „Mér finnst alveg notalegt að vera fitubolla, en ég finn samt strax fyrir því að mér oft svolítið kalt. En ég ætla kannski aðeins að passa mig í framhaldinu.“ Kvikmyndin Undir Trénu verður frumsýnd á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Steypustöðin Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira