Modric var lykilskipting hjá þeim Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 14. nóvember 2016 06:30 Luka Modric þakkar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir leikinn. Vísir/Getty Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Eyjamaðurinn og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson reynir oftar en ekki að líta á björtu hliðarnar og það var vissulega margt jákvætt í leik íslenska liðsins á Maksimir-vellinum þó svo liðið hafi gengið þaðan út stigalaust. „Mér fannst vera færi á að vinna Króatana í kvöld. Þeir hafa oft spilað betur en í dag. Það segir eitthvað um völlinn líka. Þó svo þetta hafi ekki verið þeirra dagur þá voru þeir engu að síður mjög erfiðir,“ sagði Heimir skömmu eftir leik en hans lið mætti geysilega vel stemmt til leiksins og þjarmaði að Króötum í upphafi. „Við ætluðum alltaf að byrja sterkt og sýna þeim enga miskunn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en við fengum á okkur óþarfa mark. Flest mörk eru reyndar þannig. Við vorum þokkalega sáttir með okkur í hálfleik. Þeir voru óþægilegir í síðari hálfleik. Fóru að halda boltanum mjög vel. Þetta voru mikil hlaup hjá okkur en hróss til strákanna fyrir að halda okkur inn í leiknum alveg fram á 90. mínútu. Þá vorum við farnir svolítið langt fram og endum með að tapa 2-0 sem er auðvitað ekki gott. Við urðum samt að taka áhættu.“Allt breyttist í síðari hálfleik Íslenska liðið átti í fullu tré og rúmlega við Króatana í fyrri hálfleik og var aðeins minna með boltann. Það breyttist þó allt í síðari hálfleik er Luka Modric kom inn á miðju Króata og tók við stjórn leiksins. „Það er svolítil lykilskipting hjá þeim og við vorum svo sem búnir að undirbúa okkur fyrir hana. Það er samt erfitt að elta svona mikið. Þetta var ekki besti leikur okkar í keppninni en andstæðingurinn var mjög góður,“ segir Heimir en hann gerði ekki breytingar á sínu liði fyrr en 15 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum að hugsa allan leikinn en fyrri hálfleikur var góður og svo sjáum við í seinni hálfleik hvernig þetta spilast. Við vorum allan tímann inni í leiknum og þeir sköpuðu ekki neitt á meðan við vorum að fá föst leikatriði sem við getum alltaf skorað úr. Það hefðu verið mjög góð úrslit að fá stig hér í þessum leik. Við vildum ekki fórna einhverju of snemma með skiptingum.“ Eins og áður segir var margt jákvætt í leik íslenska liðsins en hvað fannst Heimi vanta upp á hjá liðinu í þessum leik?Frekar ógeðslegur staður „Fyrst og fremst mikið af feilum hjá okkur er við unnum boltann. Slakar sendingar fram á við og héldum boltanum ekki nægilega vel. Við eigum eftir að skoða hvort það var slakt hjá okkur eða svona gott hjá Króötunum. Það var löng leið fram á við er við unnum boltann og við vorum ekki klárir í svæðunum sem við ætluðum að vinna með,“ segir Heimir en honum leið illa með að koma aftur á þennan völl og hann heldur áfram að safna leiðinlegum minningum á Maksimir. „Þetta er frekar ógeðslegur staður,“ sagði Heimir og hló við.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira