Borgarstjóra leið líkamlega illa út af kjöri Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 19:11 Dagur B. Eggertsson er strax farinn að sakna Obama. visir/arnþór Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér. Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55
Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00