Varðar mig og þig um skólann? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Ég er hugsi yfir þröngri stöðu skólastarfs á Íslandi. Þessi þrengsli eru á öllum skólastigum og þetta „reddast ekki“ nema tekið sé á vandanum. Nú er fyrirskipað að skólinn skuli vera án aðgreiningar. Þetta þýðir að börn sem glíma við margslunginn vanda, skerta námsgetu og skert andlegt heilbrigði skulu sækja menntun sína í sömu smiðju og börnin sem fengu meiri námsgetu í vöggugjöf og þau sem ekki glíma við veikindi á geði. Börnin sem verið er að mennta í skólum okkar eiga eftir nokkur ár að bera uppi samfélag okkar. Gert er ráð fyrir því í lögum og reglugerðum um skólastarf á Íslandi að börn skuli fá menntun við hæfi hvers og eins, enda sé stuðningur við námið tiltækur. Mikið vantar á að þessi stuðningur sé annað en orðin tóm. Ekki er við stjórnendur skólanna að sakast. Þeir fá ekki fólk til starfa. Flóknara er það ekki. Löngum hefur það viðhorfið þrifist hér að hver sem er geti „sagt börnum til“. Margt má segja börnum með góðum árangri. En það er þegar kenna á börnum sem búa við ýmsar skerðingar að reynir á hvort kennarinn-leiðbeinandinn kann til verka. Það er ekki fleipur þegar koma fréttir um að fjöldi kennara sé orðinn uppgefinn. Leiðbeinendur/stuðningsfulltrúar eru ráðnir til starfa í skólunum án nokkurrar þjálfunar og þeim fengin mörg flókin verkefni til úrlausnar. Börn fá ekki það sem þeim berNiðurstaðan er sú að börnin fá ekki það sem þeim ber, hvar í getuflokki sem þau standa. Það er niðurlægjandi fyrir fagmenn að vinna í umhverfi þar sem aðstæður allar hamla því að unnt sé að vinna í samræmi við þekkingu og hugsjónirnar. Svona er staðan í skólastofunni og svo kemur að laununum. Unga fólkinu hugnast ekki launin sem eru í boði fyrir kennslustörfin. Nýnemum í kennaranámi fækkar og vantar mikið á að hægt verði að ráða kennara í stöður sem losna á næstu misserum. Varðar okkur, borgarana ekki um þetta? Á okkur að standa á sama? Varðar okkur, foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa ekki um hvað blasir við í skólum okkar? Kæru aðstandendur-foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, Íslendingar! Leggjum skólastarfi í landinu okkar lið með því að styðja við kennarana og réttmætar kröfur þeirra. Kröfurnar snúa bæði að starfsaðstöðu og launum. Látum í okkur heyra ef við látum okkur varða framtíð barnanna okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hugsi yfir þröngri stöðu skólastarfs á Íslandi. Þessi þrengsli eru á öllum skólastigum og þetta „reddast ekki“ nema tekið sé á vandanum. Nú er fyrirskipað að skólinn skuli vera án aðgreiningar. Þetta þýðir að börn sem glíma við margslunginn vanda, skerta námsgetu og skert andlegt heilbrigði skulu sækja menntun sína í sömu smiðju og börnin sem fengu meiri námsgetu í vöggugjöf og þau sem ekki glíma við veikindi á geði. Börnin sem verið er að mennta í skólum okkar eiga eftir nokkur ár að bera uppi samfélag okkar. Gert er ráð fyrir því í lögum og reglugerðum um skólastarf á Íslandi að börn skuli fá menntun við hæfi hvers og eins, enda sé stuðningur við námið tiltækur. Mikið vantar á að þessi stuðningur sé annað en orðin tóm. Ekki er við stjórnendur skólanna að sakast. Þeir fá ekki fólk til starfa. Flóknara er það ekki. Löngum hefur það viðhorfið þrifist hér að hver sem er geti „sagt börnum til“. Margt má segja börnum með góðum árangri. En það er þegar kenna á börnum sem búa við ýmsar skerðingar að reynir á hvort kennarinn-leiðbeinandinn kann til verka. Það er ekki fleipur þegar koma fréttir um að fjöldi kennara sé orðinn uppgefinn. Leiðbeinendur/stuðningsfulltrúar eru ráðnir til starfa í skólunum án nokkurrar þjálfunar og þeim fengin mörg flókin verkefni til úrlausnar. Börn fá ekki það sem þeim berNiðurstaðan er sú að börnin fá ekki það sem þeim ber, hvar í getuflokki sem þau standa. Það er niðurlægjandi fyrir fagmenn að vinna í umhverfi þar sem aðstæður allar hamla því að unnt sé að vinna í samræmi við þekkingu og hugsjónirnar. Svona er staðan í skólastofunni og svo kemur að laununum. Unga fólkinu hugnast ekki launin sem eru í boði fyrir kennslustörfin. Nýnemum í kennaranámi fækkar og vantar mikið á að hægt verði að ráða kennara í stöður sem losna á næstu misserum. Varðar okkur, borgarana ekki um þetta? Á okkur að standa á sama? Varðar okkur, foreldra, ömmur og afa, langömmur og langafa ekki um hvað blasir við í skólum okkar? Kæru aðstandendur-foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, Íslendingar! Leggjum skólastarfi í landinu okkar lið með því að styðja við kennarana og réttmætar kröfur þeirra. Kröfurnar snúa bæði að starfsaðstöðu og launum. Látum í okkur heyra ef við látum okkur varða framtíð barnanna okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun